Viðtökur fram úr björtustu vonum 21. desember 2004 00:01 Viðtökur íslensks viðmóts Windows XP stýrikerfisins og Office 2003 skrifstofuhugbúnaðarvöndulsins meðal almennings voru betri en við var búist, að sögn Elvars Steins Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi. "Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum," segir hann, en íslensku útgáfurnar voru fyrst kynntar í haust. Elvar Steinn segir að viðmóti Office hafi verið hlaðið um 6 þúsund sinnum niður af netinu, auk þess sem geisladiskum hafi verið dreift í verslunum og víðar. "Gróflega áætlum við að tvöfaldur þessi fjöldi heimila sé kominn með íslenskt viðmót." Elvar segir hins vegar erfiðara að ráða í hver notkunin er meðal fyrirtækja, en til standi á nýju ári að mæla þá notkun. Hann segist frekar hafa á tilfinningunni að viðtökurnar hafi verið dræmari á fyrirtækjasviðinu, þó svo að vitað sé um nokkur fyrirtæki sem fagnað hafi íslensku útgáfunum. Elvar segist vita til þess að sums staðar hafi tæknimenn lagst gegn breytingunni af ótta við tæknilega örðugleika og telur að þar sé komin fram arfleift fyrri þýðingar á Windows 98 stýrikerfinu sem var mjög misheppnuð. "En þetta byggir á allt öðrum grunni og er laust við vandamálin sem fylgdu Windows 98," segir hann og bætir við að víða hafi íslenskar útgáfur verið teknar upp í skólum og látið vel af, auk þess sem eldra fólk hafi tekið íslenskunni fagnandi. "Svo er fólk jafnvel að uppgötva nýja hluti af því að það skilur valmyndina betur en áður." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Viðtökur íslensks viðmóts Windows XP stýrikerfisins og Office 2003 skrifstofuhugbúnaðarvöndulsins meðal almennings voru betri en við var búist, að sögn Elvars Steins Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi. "Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum," segir hann, en íslensku útgáfurnar voru fyrst kynntar í haust. Elvar Steinn segir að viðmóti Office hafi verið hlaðið um 6 þúsund sinnum niður af netinu, auk þess sem geisladiskum hafi verið dreift í verslunum og víðar. "Gróflega áætlum við að tvöfaldur þessi fjöldi heimila sé kominn með íslenskt viðmót." Elvar segir hins vegar erfiðara að ráða í hver notkunin er meðal fyrirtækja, en til standi á nýju ári að mæla þá notkun. Hann segist frekar hafa á tilfinningunni að viðtökurnar hafi verið dræmari á fyrirtækjasviðinu, þó svo að vitað sé um nokkur fyrirtæki sem fagnað hafi íslensku útgáfunum. Elvar segist vita til þess að sums staðar hafi tæknimenn lagst gegn breytingunni af ótta við tæknilega örðugleika og telur að þar sé komin fram arfleift fyrri þýðingar á Windows 98 stýrikerfinu sem var mjög misheppnuð. "En þetta byggir á allt öðrum grunni og er laust við vandamálin sem fylgdu Windows 98," segir hann og bætir við að víða hafi íslenskar útgáfur verið teknar upp í skólum og látið vel af, auk þess sem eldra fólk hafi tekið íslenskunni fagnandi. "Svo er fólk jafnvel að uppgötva nýja hluti af því að það skilur valmyndina betur en áður."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira