Blásið á brot gegn viðskiptabanni 21. desember 2004 00:01 Ólíklegt er að mál Bobbys Fischers geti til lengri tíma truflað samskipti Íslands, Japans og Bandaríkjanna að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum," segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við íslensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. "En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir," segir hann og telur utanríkisráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins sem sé brot gegn viðskiptabanni á Júgóslavíu árið 1992 og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. "Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skáksambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag." Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. "Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni." Masako Suzuki lögmaður skákmeistarans Bobbys Fischers gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfirvöldum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það væri að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. "Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt á hendur ráðuneytisins," segir Sæmundur og er nokkuð vonsvikinn yfir því hve hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. "Það virðist vera að klukkan gangi hægar þarna en annars staðar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Ólíklegt er að mál Bobbys Fischers geti til lengri tíma truflað samskipti Íslands, Japans og Bandaríkjanna að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum," segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við íslensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. "En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir," segir hann og telur utanríkisráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins sem sé brot gegn viðskiptabanni á Júgóslavíu árið 1992 og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. "Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skáksambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag." Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. "Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni." Masako Suzuki lögmaður skákmeistarans Bobbys Fischers gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfirvöldum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það væri að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. "Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt á hendur ráðuneytisins," segir Sæmundur og er nokkuð vonsvikinn yfir því hve hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. "Það virðist vera að klukkan gangi hægar þarna en annars staðar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent