Blásið á brot gegn viðskiptabanni 21. desember 2004 00:01 Ólíklegt er að mál Bobbys Fischers geti til lengri tíma truflað samskipti Íslands, Japans og Bandaríkjanna að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum," segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við íslensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. "En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir," segir hann og telur utanríkisráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins sem sé brot gegn viðskiptabanni á Júgóslavíu árið 1992 og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. "Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skáksambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag." Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. "Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni." Masako Suzuki lögmaður skákmeistarans Bobbys Fischers gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfirvöldum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það væri að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. "Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt á hendur ráðuneytisins," segir Sæmundur og er nokkuð vonsvikinn yfir því hve hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. "Það virðist vera að klukkan gangi hægar þarna en annars staðar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Ólíklegt er að mál Bobbys Fischers geti til lengri tíma truflað samskipti Íslands, Japans og Bandaríkjanna að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum," segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við íslensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. "En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir," segir hann og telur utanríkisráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins sem sé brot gegn viðskiptabanni á Júgóslavíu árið 1992 og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. "Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skáksambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag." Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. "Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni." Masako Suzuki lögmaður skákmeistarans Bobbys Fischers gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfirvöldum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það væri að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. "Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt á hendur ráðuneytisins," segir Sæmundur og er nokkuð vonsvikinn yfir því hve hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. "Það virðist vera að klukkan gangi hægar þarna en annars staðar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira