Hvít jól um allt land 20. desember 2004 00:01 "Spár hafa hægt og sígandi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki," segir Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlýindi í dag muni snöggkólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. "Frostið verður sennilega á bilinu tíu til tuttugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til landsins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum." Sigurður segir að á aðfangadagskvöld sé jafnvel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. "Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frostlaust með suðurströndinni." Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jólunum. "Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskaplega falleg. Ég held að Ameríkaninn myndi gera mikið til að fá svona "White Christmas" eins og segir í laginu." Vigfús segir að gott veður á jólunum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. "Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá himins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð." Séra Vigfús telur að veðurfarið hafi ekki mikil áhrif á kirkjusókn um jólin. "Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttsetið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar." VEÐRIÐ UM JÓLIN. Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
"Spár hafa hægt og sígandi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki," segir Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlýindi í dag muni snöggkólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. "Frostið verður sennilega á bilinu tíu til tuttugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til landsins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum." Sigurður segir að á aðfangadagskvöld sé jafnvel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. "Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frostlaust með suðurströndinni." Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jólunum. "Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskaplega falleg. Ég held að Ameríkaninn myndi gera mikið til að fá svona "White Christmas" eins og segir í laginu." Vigfús segir að gott veður á jólunum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. "Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá himins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð." Séra Vigfús telur að veðurfarið hafi ekki mikil áhrif á kirkjusókn um jólin. "Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttsetið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar." VEÐRIÐ UM JÓLIN. Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent