Tugir létust í Najaf og Karbala 19. desember 2004 00:01 Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bílsprengjur sprungu í Najaf og Karbala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð aðeins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Sprengingin í Karbala var önnur mannskæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudaginn sprakk sprengja við Imam Hussein-helgidóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að sjíamúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosningum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bílnum og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrirtækis, sjást bundnir upp við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bílsprengjur sprungu í Najaf og Karbala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð aðeins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Sprengingin í Karbala var önnur mannskæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudaginn sprakk sprengja við Imam Hussein-helgidóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að sjíamúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosningum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bílnum og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrirtækis, sjást bundnir upp við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira