Júlíus Hafstein 35. sendiherrann 15. desember 2004 00:01 Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendiherrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendiherrann en til stendur að endurskipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem forsætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendiherra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að viðbættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendiherra frá árinu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráðherra, sé um 66%. "Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórnvalda með fé almennings." Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendiherrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendiherrann en til stendur að endurskipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem forsætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendiherra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að viðbættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendiherra frá árinu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráðherra, sé um 66%. "Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórnvalda með fé almennings." Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira