Innlagnir vegna aukaverkana 10. desember 2004 00:01 Notkun þunglyndislyfja getur, í sjaldgæfum tilvikum, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir, sem geta komið fram sem tímabundnar aukaverkanir þunglyndislyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar hefur sent út ítrekun varðandi notkun allmargra þekkta þunglyndislyfja hjá börnum og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfsvígshegðun. Nefndin hefur skoðað ný gögn varðandi notkun þessara lyfja í börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að það væri aukin hætta á sjálfvígshugmyndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því svo sem sjálfskaða, árásargirni og tilfinningasveiflum. Ekki var þó tilkynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum í börnum og unglingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja í börnum og unglingum yrði rannsakað frekar í Evrópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upplýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og unglingum í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota hjá þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígshegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan sjúklingahóp, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með tilliti til sjálfsvígshegðunar, sjálfsskaða og árásargirni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi meðferðar. Ólafur sagði, að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndislyfja. "Ef að unglingur með þunglyndi er með sjálfskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með afhömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþáttur sjálfsvíga að þá geta sterkari áhættuþættir svo sem árásargirni og notkun áfengis og fíkniefna verið afleiðingar þunglyndis. Vega þarf og meta í hverju tilviki ávinning á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkunum þmt sjálfskaðahegðun. " Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Notkun þunglyndislyfja getur, í sjaldgæfum tilvikum, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir, sem geta komið fram sem tímabundnar aukaverkanir þunglyndislyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar hefur sent út ítrekun varðandi notkun allmargra þekkta þunglyndislyfja hjá börnum og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfsvígshegðun. Nefndin hefur skoðað ný gögn varðandi notkun þessara lyfja í börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að það væri aukin hætta á sjálfvígshugmyndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því svo sem sjálfskaða, árásargirni og tilfinningasveiflum. Ekki var þó tilkynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum í börnum og unglingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja í börnum og unglingum yrði rannsakað frekar í Evrópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upplýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og unglingum í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota hjá þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígshegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan sjúklingahóp, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með tilliti til sjálfsvígshegðunar, sjálfsskaða og árásargirni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi meðferðar. Ólafur sagði, að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndislyfja. "Ef að unglingur með þunglyndi er með sjálfskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með afhömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþáttur sjálfsvíga að þá geta sterkari áhættuþættir svo sem árásargirni og notkun áfengis og fíkniefna verið afleiðingar þunglyndis. Vega þarf og meta í hverju tilviki ávinning á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkunum þmt sjálfskaðahegðun. "
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira