Gengi dollars lækkar enn 7. desember 2004 00:01 Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil. Á alþjóðavettvangi eru nokkrar áhyggjur vegna falls dollarsins, einkum gagnvart evrunni. Er svo komið að evrópski seðlabankinn og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sendu í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hátt gengi evrunnar væri vandamál. Fjárfestar virðast hins vegar ákveðnir í að losa sig við sem mest af dollurum og því lækkar gengi enn. Gagnvart krónunni er dollarinn einnig mjög veikur. Fyrir hádegi var sölugengið 62 krónur og 40 aurar en var á föstudag rúmlega 63 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka nemur lækkun morgunsins 0,31 prósenti. Mikil lækkun dollarsins ætti að hafa nokkra vöruverðslækkun í för með sér en enn sem komið er virðist sem að einungis amerískir bílar hafi lækkað í verði - annað ekki. Einkum hefur þar verið litið til matvöru en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru á síðasta ári 8,8% matvæla flutt inn frá Bandaríkjunum og 7% neysluvarnings. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil. Á alþjóðavettvangi eru nokkrar áhyggjur vegna falls dollarsins, einkum gagnvart evrunni. Er svo komið að evrópski seðlabankinn og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sendu í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hátt gengi evrunnar væri vandamál. Fjárfestar virðast hins vegar ákveðnir í að losa sig við sem mest af dollurum og því lækkar gengi enn. Gagnvart krónunni er dollarinn einnig mjög veikur. Fyrir hádegi var sölugengið 62 krónur og 40 aurar en var á föstudag rúmlega 63 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka nemur lækkun morgunsins 0,31 prósenti. Mikil lækkun dollarsins ætti að hafa nokkra vöruverðslækkun í för með sér en enn sem komið er virðist sem að einungis amerískir bílar hafi lækkað í verði - annað ekki. Einkum hefur þar verið litið til matvöru en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru á síðasta ári 8,8% matvæla flutt inn frá Bandaríkjunum og 7% neysluvarnings.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira