Litlar vangaveltur um breytingar 7. desember 2004 00:01 Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi formönnum stjórnmálaflokkanna í gær bréf og óskaði eftir tilnefningum þeirra í stjórnarskrárnefnd. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Halldór rétt að tekið yrði tillit til frjórrar umræðu ársins, eins og hann orðaði það. Hann ljáði einnig máls á ákvæði í endurskoðri stjórnarskrá sem gerði almenningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og það vekur óneitanlega spurningar um hlutverk forseta Íslands og málskotsrétt hans. Halldór sagðist þó hingað til ekki hafa viljað leggja embættið niður. Stjórnarandstaðan virðist enn sem komið er ekki hafa velt breytingum á stjórnarskránni fyrir sér, og var á viðmælendum fréttastofunnar í morgun að skilja að bréf forsætisráðherra hefði jafnvel komið flatt upp á marga þingmenn. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir þingmenn flokksins ekki hafa rætt málið í þaula en eins og venjulega útiloki þeir ekki neitt. Kjarninn í hugmyndum Samfylkingarinnar sé hins vegar, hér eftir sem hingað til, að tryggt verði að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis líkt og nú er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Af hugsanlegum breytingum sem æskilegt sé að kanna nefnir Lúðvík eflingu stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Níu fulltrúar verða í stjórnarskrárnefndinni: þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einn frá Vinstri-grænum og Frjálslyndum. Nefndinni til fulltingis verður sérfræðinganefnd. Eiríkur Tómasson lagaprófessor fer fyrir henni en með honum starfa Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Björg Thorarenssen, lagaprófessor. Halldór leggur áherslu á að nefndin skili áliti sínu snemma árs 2007 svo að almenningur eigi þess kost að kjósa um breytingatillögurnar í þingkosningum sem eiga að fara fram þá um vorið. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi formönnum stjórnmálaflokkanna í gær bréf og óskaði eftir tilnefningum þeirra í stjórnarskrárnefnd. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Halldór rétt að tekið yrði tillit til frjórrar umræðu ársins, eins og hann orðaði það. Hann ljáði einnig máls á ákvæði í endurskoðri stjórnarskrá sem gerði almenningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og það vekur óneitanlega spurningar um hlutverk forseta Íslands og málskotsrétt hans. Halldór sagðist þó hingað til ekki hafa viljað leggja embættið niður. Stjórnarandstaðan virðist enn sem komið er ekki hafa velt breytingum á stjórnarskránni fyrir sér, og var á viðmælendum fréttastofunnar í morgun að skilja að bréf forsætisráðherra hefði jafnvel komið flatt upp á marga þingmenn. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir þingmenn flokksins ekki hafa rætt málið í þaula en eins og venjulega útiloki þeir ekki neitt. Kjarninn í hugmyndum Samfylkingarinnar sé hins vegar, hér eftir sem hingað til, að tryggt verði að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis líkt og nú er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Af hugsanlegum breytingum sem æskilegt sé að kanna nefnir Lúðvík eflingu stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Níu fulltrúar verða í stjórnarskrárnefndinni: þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einn frá Vinstri-grænum og Frjálslyndum. Nefndinni til fulltingis verður sérfræðinganefnd. Eiríkur Tómasson lagaprófessor fer fyrir henni en með honum starfa Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Björg Thorarenssen, lagaprófessor. Halldór leggur áherslu á að nefndin skili áliti sínu snemma árs 2007 svo að almenningur eigi þess kost að kjósa um breytingatillögurnar í þingkosningum sem eiga að fara fram þá um vorið.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira