Sögðu já undir þrýstingi 6. desember 2004 00:01 Grunnskólakennarar eru ekki himinhrópandi ánægðir með nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin þó þeir hafi samþykkt hann í allsherjaratkvæðagreiðslu, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Trúnaðarmaður kennara segir forystu þeirra þurfa að hugsa sinn gang. Finnbogi segir margir kennara hafa sagt já til þess að forðast gerðardóm: "Menn stóðu frammi fyrir tveimur kostum. Meirihlutinn valdi að segja já en það er hins vegar ljóst að það þarf að vinna ákaflega vel með þennan samning." Athuga verði að framkvæmd hans verði eins og til hafi verið sáð. Valgerður Eiríksdóttir trúnaðarmaður í Fellaskóla segir að af tvennu illu hafi samninginn verið skárri kost en gerðardómur. "Ég held að flestir hafi jafnvel átt von á því að samningurinn félli." Margir hafi verið óánægðir en bætt starfskilyrði og bætt lífeyrisréttindi hafi vegið þungt í því að samningurinn hafi verið samþykktur því launahækkunin hafi verið ónóg. "Ég er hrædd um að stjórn grunnskólafélagsins þurfi að hugsa sinn gang," segir Valgerður. Stjórnin hafi lagt fram samning sem rétt hafi skriðið í gegnum atkvæðagreiðslu þrátt fyrir að vera ekki lagt frá þeim sem þeir lögðu upp með í upphafi samningaviðræðnanna. "Samningurinn var ekki gerður undir venjulegum kringumstæðum. Það voru allir í úlfakreppu. Það voru engar leiðir færar og búið að þrykkja fólki upp að vegg og þannig er hljóðið í fólki." Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla segir niðurstöðuna sýna að kennara séu ekki sáttir. Sjálfur hafi hann heldur kosið með samningnum en að fara með deiluna fyrir gerðardóm. Hann segir aðspurður erfitt að ráða í hver staðan verði eftir fjögur ár þegar samningurinn renni út: "Það þarf að gera þjóðarsátt um að hækka launin það verulega að menn geti verið sáttir við sitt og friður ríki um skólastarf." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Grunnskólakennarar eru ekki himinhrópandi ánægðir með nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin þó þeir hafi samþykkt hann í allsherjaratkvæðagreiðslu, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Trúnaðarmaður kennara segir forystu þeirra þurfa að hugsa sinn gang. Finnbogi segir margir kennara hafa sagt já til þess að forðast gerðardóm: "Menn stóðu frammi fyrir tveimur kostum. Meirihlutinn valdi að segja já en það er hins vegar ljóst að það þarf að vinna ákaflega vel með þennan samning." Athuga verði að framkvæmd hans verði eins og til hafi verið sáð. Valgerður Eiríksdóttir trúnaðarmaður í Fellaskóla segir að af tvennu illu hafi samninginn verið skárri kost en gerðardómur. "Ég held að flestir hafi jafnvel átt von á því að samningurinn félli." Margir hafi verið óánægðir en bætt starfskilyrði og bætt lífeyrisréttindi hafi vegið þungt í því að samningurinn hafi verið samþykktur því launahækkunin hafi verið ónóg. "Ég er hrædd um að stjórn grunnskólafélagsins þurfi að hugsa sinn gang," segir Valgerður. Stjórnin hafi lagt fram samning sem rétt hafi skriðið í gegnum atkvæðagreiðslu þrátt fyrir að vera ekki lagt frá þeim sem þeir lögðu upp með í upphafi samningaviðræðnanna. "Samningurinn var ekki gerður undir venjulegum kringumstæðum. Það voru allir í úlfakreppu. Það voru engar leiðir færar og búið að þrykkja fólki upp að vegg og þannig er hljóðið í fólki." Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla segir niðurstöðuna sýna að kennara séu ekki sáttir. Sjálfur hafi hann heldur kosið með samningnum en að fara með deiluna fyrir gerðardóm. Hann segir aðspurður erfitt að ráða í hver staðan verði eftir fjögur ár þegar samningurinn renni út: "Það þarf að gera þjóðarsátt um að hækka launin það verulega að menn geti verið sáttir við sitt og friður ríki um skólastarf."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira