Kröfur um frestun kosninga aukast 5. desember 2004 00:01 Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæplega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. "Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?" spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmálamanna úr röðum súnní-múslima sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosningunum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. "Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum," sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjölþjóðahersins í Tikrit í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rúturnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bílsprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og vígamenn hófu skothríð á þjóðvarðliðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæplega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. "Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?" spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmálamanna úr röðum súnní-múslima sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosningunum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. "Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum," sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjölþjóðahersins í Tikrit í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rúturnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bílsprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og vígamenn hófu skothríð á þjóðvarðliðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira