Örasta olíuverðlækkun í 13 ár 3. desember 2004 00:01 Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. Ástæða lækkunarinnar er sögð breytingar á heimsmarkaðsverði og styrking krónunnar gangvart dollarnum. Bæði Skeljungur og Olíufélagið lækkuðu bensínlítrann um 1 krónu og 40 aura og dísel lækkaði um 1 krónu og 50 aura. Hjá Olís segjast menn hafa lækkað verð á nánast hverjum einasta degi í vikunni en senda ekki út tilkynningar um það, enda sé misjafnt verð eftir stöðvum. Það sé stefna félagsins að bjóða samkeppnishæft verð á hverjum tíma. Þeir talsmenn olíufélaganna sem fréttastofan ræddi við í dag sögðu erfitt að segja til um hvort að frekari lækkun væri væntanleg, en töldu þó almennt bjartara framundan. Í ljósi þess að bæði dollar og olíuverð virðast í frjálsu falli gæti þó verið svigrúm til frekari lækkunar, en lækkunin nú er einmitt vegna þróunar olíuverðs á heimsmarkaði. Undanfarna tvo sólarhringa hefur lækkun verið umtalsverð, eða um 12% á markaði í New York. Verðið á fatinu er því rúmlega 42 dollar eftir að hafa náð hámarki í kringum 55 dollara í haust. Þetta er jafnframt mesta lækkun olíuverðs á heimsmarkaði frá því árið 1991, þegar Flóastríðinu lauk. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Hjá samtökum olíuríkja, OPEC, virðist ráðamönnum ekki lítast á blikuna. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi eftir viku og í dag var haft eftir háttsettum heimildarmanni inna OPEC að allt eins mætti vænta þess að dregið yrði úr offramleiðslu til að hindra verðhrun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. Ástæða lækkunarinnar er sögð breytingar á heimsmarkaðsverði og styrking krónunnar gangvart dollarnum. Bæði Skeljungur og Olíufélagið lækkuðu bensínlítrann um 1 krónu og 40 aura og dísel lækkaði um 1 krónu og 50 aura. Hjá Olís segjast menn hafa lækkað verð á nánast hverjum einasta degi í vikunni en senda ekki út tilkynningar um það, enda sé misjafnt verð eftir stöðvum. Það sé stefna félagsins að bjóða samkeppnishæft verð á hverjum tíma. Þeir talsmenn olíufélaganna sem fréttastofan ræddi við í dag sögðu erfitt að segja til um hvort að frekari lækkun væri væntanleg, en töldu þó almennt bjartara framundan. Í ljósi þess að bæði dollar og olíuverð virðast í frjálsu falli gæti þó verið svigrúm til frekari lækkunar, en lækkunin nú er einmitt vegna þróunar olíuverðs á heimsmarkaði. Undanfarna tvo sólarhringa hefur lækkun verið umtalsverð, eða um 12% á markaði í New York. Verðið á fatinu er því rúmlega 42 dollar eftir að hafa náð hámarki í kringum 55 dollara í haust. Þetta er jafnframt mesta lækkun olíuverðs á heimsmarkaði frá því árið 1991, þegar Flóastríðinu lauk. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Hjá samtökum olíuríkja, OPEC, virðist ráðamönnum ekki lítast á blikuna. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi eftir viku og í dag var haft eftir háttsettum heimildarmanni inna OPEC að allt eins mætti vænta þess að dregið yrði úr offramleiðslu til að hindra verðhrun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira