Örorka og atvinnuleysi fylgjast að 3. desember 2004 00:01 Sterk fylgni er hjá báðum kynjum á milli nýgengis örorku og umfangs atvinnuleysis á landinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem tók til áranna 1992-2003. Hlutfallsleg fjölgun öryrkja milli áranna 2002 og 2003 nam 19 prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003, um 29 prósent. "Fjölgun öryrkja á Íslandi undanfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnumarkaði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað," segja höfundar rannsóknarinnar, þeir Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir, Sigurjón B. Stefánsson tryggingalæknir og Stefán Ólafsson prófessor. Þeir vísa í könnun Gallups sem gerð var síðla árs 2003. Þar sagði hátt í helmingur vinnandi fólks að álag á vinnustað hefði aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif atvinnuleysis og gildistöku örorkumatsstaðals á fjölda öryrkja á Íslandi með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleysis ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Notaðar voru upplýsingar um kyn, aldur og örorkustig þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á umræddu tímabili. Í ljós kom að nýgengi örorku í heild var hjá báðum kynjum tiltölulega hátt á árunum 1992 til 1995, lægra á árunum 1996 til 2002 og hækkaði síðan verulega á árinu 2003. "Á heildina litið eru tvær stórar sveiflur í aukningu nýgengis örorku á tímabilinu og báðar tengjast verulegri aukningu atvinnuleysis," segir í niðurstöðum höfundanna í grein sem birtist í Læknablaðinu. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Höfundar rannsóknarinnar benda á að mikilvægt sé að auka samvinnu vinnumálakerfis og heilbrigðiskerfis þegar atvinnuleysi ber að dyrum, annars vegar til að draga úr heilsubresti af völdum þess og hins vegar að bæta stöðu fólks sem stendur höllum fæti á vinnumarkaði og auka líkur á að það haldi vinnu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Sterk fylgni er hjá báðum kynjum á milli nýgengis örorku og umfangs atvinnuleysis á landinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem tók til áranna 1992-2003. Hlutfallsleg fjölgun öryrkja milli áranna 2002 og 2003 nam 19 prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003, um 29 prósent. "Fjölgun öryrkja á Íslandi undanfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnumarkaði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað," segja höfundar rannsóknarinnar, þeir Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir, Sigurjón B. Stefánsson tryggingalæknir og Stefán Ólafsson prófessor. Þeir vísa í könnun Gallups sem gerð var síðla árs 2003. Þar sagði hátt í helmingur vinnandi fólks að álag á vinnustað hefði aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif atvinnuleysis og gildistöku örorkumatsstaðals á fjölda öryrkja á Íslandi með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleysis ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Notaðar voru upplýsingar um kyn, aldur og örorkustig þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á umræddu tímabili. Í ljós kom að nýgengi örorku í heild var hjá báðum kynjum tiltölulega hátt á árunum 1992 til 1995, lægra á árunum 1996 til 2002 og hækkaði síðan verulega á árinu 2003. "Á heildina litið eru tvær stórar sveiflur í aukningu nýgengis örorku á tímabilinu og báðar tengjast verulegri aukningu atvinnuleysis," segir í niðurstöðum höfundanna í grein sem birtist í Læknablaðinu. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Höfundar rannsóknarinnar benda á að mikilvægt sé að auka samvinnu vinnumálakerfis og heilbrigðiskerfis þegar atvinnuleysi ber að dyrum, annars vegar til að draga úr heilsubresti af völdum þess og hins vegar að bæta stöðu fólks sem stendur höllum fæti á vinnumarkaði og auka líkur á að það haldi vinnu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira