Verða að kyngja tilboðinu 10. nóvember 2004 00:01 Samningafundur hófst í kennaradeilunni klukkan tíu í morgun. Grunnskólakennarar lögðu fram tilboð í fyrradag sem felur í sér tuttugu og fimm prósenta launahækkun og segja að sveitarfélögin verði að kyngja því ef þau vilja fá kennara aftur í skólana. Þegar ljóst var í fyrradag að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var kolfelld komu bæði sveitarfélögin og grunnskólakennarar með tillögur. Í tillögu sveitarfélaganna kemur að sögn fram vilji til að samræma vinnutíma og laun kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Þetta fengust kennarar ekki til að ræða, sögðu þetta eingöngu óljósar hugmyndir. Í tilboði kennaranna sjálfra felast talsvert meiri launahækkanir en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan fól í sér 130 þúsund króna eingreiðslu, 16,5% launahækkun og 26% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Í tilboði kennara eru ákvæði um vinnufyrirkomulag sem eru svipuð og í miðlunartillögunni, en eingreiðslan 150 þúsund krónur, launahækkanir 25%, sem - ásamt fleiru - þýðir um 36% kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, telur að það sem kennarar „spili út“ þarna sé það sem þurfi til að leysa þetta verkfall. „Ég held að sveitarfélögin verði að kyngja þessu ef þau ætla að fá kennara inn í skólana,“ segir Eiríkur. Það verður hins vegar að teljast harla ólíklegt. Sveitarfélögin telja sig hafa teygt sig lengra en þau í raun gátu með miðlunartillögunni. Á samningafundinum í dag munu sveitarfélögin a.m.k. ræða tilboð kennara og reikna það út. Ekki horfir vænlega í deilunni og fá úrræði eftir. Kennarar hafa ekki útilokað gerðardóm, en það hafa sveitarfélögin gert. Lagasetning var ekki rædd í ríkisstjórn í gær en það er í sjálfu sér ekki útilokað að ríkissáttasemjari leggi fram nýja miðlunartillögu. Væntanlega sér hann þó lítinn tilgang í því, nema það sé fyrirséð að hún verði samþykkt. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Samningafundur hófst í kennaradeilunni klukkan tíu í morgun. Grunnskólakennarar lögðu fram tilboð í fyrradag sem felur í sér tuttugu og fimm prósenta launahækkun og segja að sveitarfélögin verði að kyngja því ef þau vilja fá kennara aftur í skólana. Þegar ljóst var í fyrradag að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var kolfelld komu bæði sveitarfélögin og grunnskólakennarar með tillögur. Í tillögu sveitarfélaganna kemur að sögn fram vilji til að samræma vinnutíma og laun kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Þetta fengust kennarar ekki til að ræða, sögðu þetta eingöngu óljósar hugmyndir. Í tilboði kennaranna sjálfra felast talsvert meiri launahækkanir en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan fól í sér 130 þúsund króna eingreiðslu, 16,5% launahækkun og 26% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Í tilboði kennara eru ákvæði um vinnufyrirkomulag sem eru svipuð og í miðlunartillögunni, en eingreiðslan 150 þúsund krónur, launahækkanir 25%, sem - ásamt fleiru - þýðir um 36% kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, telur að það sem kennarar „spili út“ þarna sé það sem þurfi til að leysa þetta verkfall. „Ég held að sveitarfélögin verði að kyngja þessu ef þau ætla að fá kennara inn í skólana,“ segir Eiríkur. Það verður hins vegar að teljast harla ólíklegt. Sveitarfélögin telja sig hafa teygt sig lengra en þau í raun gátu með miðlunartillögunni. Á samningafundinum í dag munu sveitarfélögin a.m.k. ræða tilboð kennara og reikna það út. Ekki horfir vænlega í deilunni og fá úrræði eftir. Kennarar hafa ekki útilokað gerðardóm, en það hafa sveitarfélögin gert. Lagasetning var ekki rædd í ríkisstjórn í gær en það er í sjálfu sér ekki útilokað að ríkissáttasemjari leggi fram nýja miðlunartillögu. Væntanlega sér hann þó lítinn tilgang í því, nema það sé fyrirséð að hún verði samþykkt.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira