Óánægja kraumar í kennurum 31. október 2004 00:01 "Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skólastjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunartillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist einnig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlunartillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. "Það er alveg sama hvernig aðstæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samninga í fjögur ár hvað sem á dynur," segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöðuna og vilja helst halda verkfallinu áfram. "Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækkanir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. "Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægileg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera "erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af." Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt. Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
"Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skólastjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunartillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist einnig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlunartillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. "Það er alveg sama hvernig aðstæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samninga í fjögur ár hvað sem á dynur," segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöðuna og vilja helst halda verkfallinu áfram. "Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækkanir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. "Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægileg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera "erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af." Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt.
Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira