Sjóböð meira en sundið 19. október 2004 00:01 Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvernig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístingskaldri Nauthólsvík "Nístingskalt! Nei, nei," segir forsprakkinn, Benedikt Lafleur, sem stofnaði félagið í sumar. "Það er 11 gráður!" Og hann veifar hitamælinum glaðlega um leið og hann hverfur í djúpið ásamt tíu öðrum sem eru mættir þennan svala haustdag til að styrkja ónæmiskerfið og öðlast betri heilsu. "Við vissum til þess að menn voru að synda í sjónum víða um land," segir Benedikt þegar hann er kominn á land eftir hraustlegt sund langleiðina í Kópavog og til baka. "Áhuginn hefur farið mjög vaxandi svo mér fannst tími til kominn að stofna félag þannig að menn vissu nákvæmlega hvert þeir ættu að leita. Það stóð líka heima að um leið og við fórum að auglýsa fjölgaði mjög og nú eru um 40 manns viðloðandi félagið. Við hittumst einu sinni í viku og erum upp í klukkutíma í sjónum. Fólk þolir kuldann misvel en margir synda lengi um leið og þeir byrja og eru mjög fljótir að venjast kuldanum." Benedikt segir að sjósund snúist um fleira en að synda. "Fyrir utan hvað þetta styrkir ónæmiskerfið og er gott fyrir heilsuna er maður að vinna á óttanum. Ég var persónulega hræddur við sjóinn, þetta ókunna, djúpa, en eftir smátíma fer maður að líta þetta öðrum augum og elska sjóinn. Nú finn ég ekki lengur fyrir neinum ótta og finnst ég vera eitt með sjónum, sem er mjög góð tilfinning." Benedikt segist vita dæmi um að sjóböð hafi læknað menn af asma og ýmsum kvillum. Hann varar þó eindregið við því að fólk fari eitt af stað og segir að á heimasíðu Sjósundfélagsins sé að finna varúðarreglur sem æskilegt sé að fólk fylgi. "Ég vil samt fullyrða að allir geti þetta," segir hann og er eins og hendi sé veifað horfinn aftur á haf út. Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvernig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístingskaldri Nauthólsvík "Nístingskalt! Nei, nei," segir forsprakkinn, Benedikt Lafleur, sem stofnaði félagið í sumar. "Það er 11 gráður!" Og hann veifar hitamælinum glaðlega um leið og hann hverfur í djúpið ásamt tíu öðrum sem eru mættir þennan svala haustdag til að styrkja ónæmiskerfið og öðlast betri heilsu. "Við vissum til þess að menn voru að synda í sjónum víða um land," segir Benedikt þegar hann er kominn á land eftir hraustlegt sund langleiðina í Kópavog og til baka. "Áhuginn hefur farið mjög vaxandi svo mér fannst tími til kominn að stofna félag þannig að menn vissu nákvæmlega hvert þeir ættu að leita. Það stóð líka heima að um leið og við fórum að auglýsa fjölgaði mjög og nú eru um 40 manns viðloðandi félagið. Við hittumst einu sinni í viku og erum upp í klukkutíma í sjónum. Fólk þolir kuldann misvel en margir synda lengi um leið og þeir byrja og eru mjög fljótir að venjast kuldanum." Benedikt segir að sjósund snúist um fleira en að synda. "Fyrir utan hvað þetta styrkir ónæmiskerfið og er gott fyrir heilsuna er maður að vinna á óttanum. Ég var persónulega hræddur við sjóinn, þetta ókunna, djúpa, en eftir smátíma fer maður að líta þetta öðrum augum og elska sjóinn. Nú finn ég ekki lengur fyrir neinum ótta og finnst ég vera eitt með sjónum, sem er mjög góð tilfinning." Benedikt segist vita dæmi um að sjóböð hafi læknað menn af asma og ýmsum kvillum. Hann varar þó eindregið við því að fólk fari eitt af stað og segir að á heimasíðu Sjósundfélagsins sé að finna varúðarreglur sem æskilegt sé að fólk fylgi. "Ég vil samt fullyrða að allir geti þetta," segir hann og er eins og hendi sé veifað horfinn aftur á haf út.
Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira