Þjóðverjar velja Audi 19. október 2004 00:01 Lesendur hins þýska bílablaðs Auto Zeitung velja bílinn sem fær verðlaunin Auto Trophy 2004. Bílar frá Audi-verksmiðjunni fengu þrenn verðlaun auk þess sem bæði Seat og Lamborghini hlutu verðlaun en þeir heyra undir Audi-væng Volkswagen samsteypunnar. Audi-fólksbílarnir A4, A6 og A8 fengu þrenn af eftirsóttustu verðlaunum ársins. Lesendur Auto Zeitung kusu þá í efsta sæti í flokkum millistórra fólksbíla, stórra fólksbíla og lúxusbíla. Lamborghini Murciélago og Seat Altea náðu einnig góðum árangri og voru kjörnir bestu innfluttu bílarnir í sínum flokkum. Alls bárust rúmlega 84.000 atkvæði en lesendur Auto Zeitung og tímaritsins TV Movie tóku þátt í kosningunni. Audi A8 fékk alls 28,2 af hundraði atkvæða í lúxusflokki eða nær tvöfalt fleiri en bíllinn sem varð í öðru sæti. Hinn nýi Audi A6 fékk enn hærra hlutfall atkvæða í flokki stórra fólksbíla, alls 34,7 af hundraði kjósenda völdu þennan bíl sem sitt uppáhald í þessum flokki bíla. Bíllinn sem var í öðru sæti var 13 prósentustigum á eftir A6. Audi A4 sigraði í flokki millistórra fólksbíla, fékk 23,2 af hundraði atkvæða lesenda og hafði gott forskot á báða sína helstu þýsku keppinauta. Audi-fólksbílar hafa nú unnið hin eftirsóttu Auto Trophy verðlaun alls 25 sinnum þau 17 ár sem þeim hefur verið úthlutað. Bílar Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lesendur hins þýska bílablaðs Auto Zeitung velja bílinn sem fær verðlaunin Auto Trophy 2004. Bílar frá Audi-verksmiðjunni fengu þrenn verðlaun auk þess sem bæði Seat og Lamborghini hlutu verðlaun en þeir heyra undir Audi-væng Volkswagen samsteypunnar. Audi-fólksbílarnir A4, A6 og A8 fengu þrenn af eftirsóttustu verðlaunum ársins. Lesendur Auto Zeitung kusu þá í efsta sæti í flokkum millistórra fólksbíla, stórra fólksbíla og lúxusbíla. Lamborghini Murciélago og Seat Altea náðu einnig góðum árangri og voru kjörnir bestu innfluttu bílarnir í sínum flokkum. Alls bárust rúmlega 84.000 atkvæði en lesendur Auto Zeitung og tímaritsins TV Movie tóku þátt í kosningunni. Audi A8 fékk alls 28,2 af hundraði atkvæða í lúxusflokki eða nær tvöfalt fleiri en bíllinn sem varð í öðru sæti. Hinn nýi Audi A6 fékk enn hærra hlutfall atkvæða í flokki stórra fólksbíla, alls 34,7 af hundraði kjósenda völdu þennan bíl sem sitt uppáhald í þessum flokki bíla. Bíllinn sem var í öðru sæti var 13 prósentustigum á eftir A6. Audi A4 sigraði í flokki millistórra fólksbíla, fékk 23,2 af hundraði atkvæða lesenda og hafði gott forskot á báða sína helstu þýsku keppinauta. Audi-fólksbílar hafa nú unnið hin eftirsóttu Auto Trophy verðlaun alls 25 sinnum þau 17 ár sem þeim hefur verið úthlutað.
Bílar Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira