Opnir tímar í tréskurði 12. október 2004 00:01 Tréskurður tilheyrir bæði tómstundagamni og nytjalist og þá kúnst er hægt að læra á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Leiðbeinandi er Sigmundur Hansen og hann segir alla velkomna í tíma, á hvaða aldri sem þeir eru. "Margir halda að þessi staður sé bara fyrir eldri borgara en það er misskilningur. Hingað er öllum frjálst að koma til að taka þátt í því sem fram fer," segir hann og undir það tekur Harpa Rún Jóhannsdóttir, forstöðumaður. "Félagsstarfið er fyrir alla Reykvíkinga og er opið virka daga frá 9 til 17." Tréskurðurinn er á dagskránni á miðvikudögum milli kl. 13 og 16 og þar verða margir fallegir munir til. Sigmundur kveðst yfirleitt forvinna hlutina heima því hann sé mikill föndurkarl. "Síðan legg ég þetta uppí hendurnar á fólkinu og kenni því handbrögðin. Eitt aðalmálið er að finna út hvernig liggur í viðnum, því það verður að beita hnífunum eins og æðarnar liggja," segir hann og heldur áfram. "Við eigum tólf járn og lánum þau byrjendum en ef fólk vill halda áfram þá kaupir það sér áhöldin sjálft. Sumir fá sér sett með þremur hnífum og halda áfram að tálga heima hjá sér en koma svo yfirleitt aftur og fá frekari leiðbeiningar." Á Vesturgötunni eru hin ýmsu námskeið í gangi, auk tréskurðarins, svo sem myndlist, bútasaumur, skrautskrift og postulínsmálun. Þar fyrir utan er spilað og teflt og einn dagskrárliður heitir Spurt og spjallað. Föstudagarnir eru alskemmtilegastir, þá er safnast við flygilinn og sungið og svo dansað í aðalsalnum á eftir. Föstudagarnir heita líka "sparidagar"!Hulda Ósk Ágústsdóttir sker út ramma fyrir klukku og barómet.Mynd/Stefán Nám Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tréskurður tilheyrir bæði tómstundagamni og nytjalist og þá kúnst er hægt að læra á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Leiðbeinandi er Sigmundur Hansen og hann segir alla velkomna í tíma, á hvaða aldri sem þeir eru. "Margir halda að þessi staður sé bara fyrir eldri borgara en það er misskilningur. Hingað er öllum frjálst að koma til að taka þátt í því sem fram fer," segir hann og undir það tekur Harpa Rún Jóhannsdóttir, forstöðumaður. "Félagsstarfið er fyrir alla Reykvíkinga og er opið virka daga frá 9 til 17." Tréskurðurinn er á dagskránni á miðvikudögum milli kl. 13 og 16 og þar verða margir fallegir munir til. Sigmundur kveðst yfirleitt forvinna hlutina heima því hann sé mikill föndurkarl. "Síðan legg ég þetta uppí hendurnar á fólkinu og kenni því handbrögðin. Eitt aðalmálið er að finna út hvernig liggur í viðnum, því það verður að beita hnífunum eins og æðarnar liggja," segir hann og heldur áfram. "Við eigum tólf járn og lánum þau byrjendum en ef fólk vill halda áfram þá kaupir það sér áhöldin sjálft. Sumir fá sér sett með þremur hnífum og halda áfram að tálga heima hjá sér en koma svo yfirleitt aftur og fá frekari leiðbeiningar." Á Vesturgötunni eru hin ýmsu námskeið í gangi, auk tréskurðarins, svo sem myndlist, bútasaumur, skrautskrift og postulínsmálun. Þar fyrir utan er spilað og teflt og einn dagskrárliður heitir Spurt og spjallað. Föstudagarnir eru alskemmtilegastir, þá er safnast við flygilinn og sungið og svo dansað í aðalsalnum á eftir. Föstudagarnir heita líka "sparidagar"!Hulda Ósk Ágústsdóttir sker út ramma fyrir klukku og barómet.Mynd/Stefán
Nám Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira