Kærkomin búbót fyrir Háskólann 6. október 2004 00:01 Fyrirtæki og stofnanir leggja talsverða fjármuni til Háskóla Íslands, ýmist með beinum framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Þótt ekki sé vitað um heildarfjárhæð slíkra styrkveitinga er ljóst að um talsverðar upphæðir er að ræða. Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skólastarf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deildinni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústar Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárframlögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem viðkomandi fyrirtæki hefur sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálfstæði skólans. "Um slíka styrki eru gerðir sérstakir samningar þar sem er algjörlega tryggt að fyrirtæki hafi engin áhrif hvað verið er að gera í einstökum atriðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hugsjón," segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Ekki er vitað hversu mikið fé kemur inn í Háskóla Íslands eftir þessum leiðum en Ágúst telur að þar geti verið um 100 milljónir króna að ræða á ári. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tekið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld ættu að huga að því að veita fyrirtækjum og stofnunun sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir leggja talsverða fjármuni til Háskóla Íslands, ýmist með beinum framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Þótt ekki sé vitað um heildarfjárhæð slíkra styrkveitinga er ljóst að um talsverðar upphæðir er að ræða. Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skólastarf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deildinni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústar Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárframlögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem viðkomandi fyrirtæki hefur sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálfstæði skólans. "Um slíka styrki eru gerðir sérstakir samningar þar sem er algjörlega tryggt að fyrirtæki hafi engin áhrif hvað verið er að gera í einstökum atriðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hugsjón," segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Ekki er vitað hversu mikið fé kemur inn í Háskóla Íslands eftir þessum leiðum en Ágúst telur að þar geti verið um 100 milljónir króna að ræða á ári. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tekið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld ættu að huga að því að veita fyrirtækjum og stofnunun sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira