Villandi málflutningur um fjárlög 6. október 2004 00:01 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á Alþingi í gær. Varðist hann í ræðu sinni ásökunum sem fram hafa komið, um að mikill munur hafi einatt verið á niðurstöðutölu fjárlaga hans og þeirrar niðurstöðu sem blasi við í ríkisreikningi. Sagði hann slíkan samanburð "afar villandi og í raun ekki marktækan" væri ekki tekið með í reikninginn samþykktir Alþingis á fjáraukalögum. Enn þyngra vægju svo óreglulegir liðir sem væru gjaldfærðir en ekki greiddir úr ríkissjóði. Munaði þar mestu um lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna en mest hefðu verið gjaldfærðir 25 milljarðar á einu ári. "Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka" sagði fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fullyrti í ræðu sinni að miðað við ríkisreikning áranna 1998-2003 hefði tekjuafgangur á því sem hann kallaði raunverulegan rekstur ríkisins, þegar óreglulegir liðir hefðu verið dregnir frá verið 95 milljarðar króna eða 16 milljarðar í tekjuafgang á hverju ári. Jón Bjarnason, talsmaður vinstri-grænna sakaði ríkisstjórnina um að hygla þeim sem hæstar hafa tekjur: "Fátt eitt hefur staðist í fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára annað en skerðingar á kjörum hinna lægst settu." Einar Már Sigurðarson, spurði fjármálaráðherra hvort það væri dæmi um aðhaldssemi í ríkisfjármálum að leggjast í byggingu 230 milljóna sendiherrabústaðar í Berlín. "Það er dæmigert fyrir Samfylkinguna að taka eitt slíkt dæmi út í 300 milljarða fjárlögum" sagði Geir Haarde og sagði að nauðsynlegt hefði verið að byggja á lóð sem íslenska ríkið hefði átt í Berlín nú, meðal annars vegna krafna skipulagsyfirvalda í borginni. Ólafur Davíðsson, núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu tekur við sendiherraembætti í Berlín í nóvember. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á Alþingi í gær. Varðist hann í ræðu sinni ásökunum sem fram hafa komið, um að mikill munur hafi einatt verið á niðurstöðutölu fjárlaga hans og þeirrar niðurstöðu sem blasi við í ríkisreikningi. Sagði hann slíkan samanburð "afar villandi og í raun ekki marktækan" væri ekki tekið með í reikninginn samþykktir Alþingis á fjáraukalögum. Enn þyngra vægju svo óreglulegir liðir sem væru gjaldfærðir en ekki greiddir úr ríkissjóði. Munaði þar mestu um lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna en mest hefðu verið gjaldfærðir 25 milljarðar á einu ári. "Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka" sagði fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fullyrti í ræðu sinni að miðað við ríkisreikning áranna 1998-2003 hefði tekjuafgangur á því sem hann kallaði raunverulegan rekstur ríkisins, þegar óreglulegir liðir hefðu verið dregnir frá verið 95 milljarðar króna eða 16 milljarðar í tekjuafgang á hverju ári. Jón Bjarnason, talsmaður vinstri-grænna sakaði ríkisstjórnina um að hygla þeim sem hæstar hafa tekjur: "Fátt eitt hefur staðist í fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára annað en skerðingar á kjörum hinna lægst settu." Einar Már Sigurðarson, spurði fjármálaráðherra hvort það væri dæmi um aðhaldssemi í ríkisfjármálum að leggjast í byggingu 230 milljóna sendiherrabústaðar í Berlín. "Það er dæmigert fyrir Samfylkinguna að taka eitt slíkt dæmi út í 300 milljarða fjárlögum" sagði Geir Haarde og sagði að nauðsynlegt hefði verið að byggja á lóð sem íslenska ríkið hefði átt í Berlín nú, meðal annars vegna krafna skipulagsyfirvalda í borginni. Ólafur Davíðsson, núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu tekur við sendiherraembætti í Berlín í nóvember.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira