Fjárhagsvandi ekki mál kennara 29. september 2004 00:01 Getur verið að sveitarstjórnir landsins noti kennara til að þrýsta á ríkið um að leysa fjárhagsvanda þeirra? Að því spyr Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. "Ég kalla ríkisstjórnina og forsvarsmenn sveitarfélaganna til ábyrgðar á verkfalli kennara. Þó að ASÍ semji ekki um neinar launahækkanir er ekki rétt að tala um að kennarar eigi að vera langt undir öðru háskólamenntuðu fólki í launum. Það nær ekki nokkurri átt," segir Hilmar. 2% raunlaunahækkun í boði Hilmar skorar á sveitarfélög að grípa fram fyrir hendur launanefndar sveitarfélaganna og semja við sína kennara: "Ef eitt sveitarfélag keyrði sig út úr og gerði skynsamlegan samning við kennara vænti ég þess að önnur sveitarfélög tækju samninginn upp." Hilmar segir ríkisstjórnina óábyrga í kjaradeilu kennara við sveitarfélögin. Sama sé að segja um forystu SambandS íslenskra sveitarfélaga: "Þeir vísa á lágt setta embættismenn eins og Birgi Björn Sigurjónsson. Hann er formaður kjaraviðræðunefndar. Ég get ekki ímyndað mér að hann eigi að ráða því hver kjör kennara eigi að vera. Það hljóta að vera þeir sem eru kosnir til að stýra sveitarfélögunum." Hilmar segir að hækki sveitarfélögin launin ekki meir en boðið hafi verið verði flótti úr stétt kennara: "Átján prósenta launahækkun er allt of lág. Í þá tölu verður að deila með þeim árafjölda sem launahækkunin á að ná til. Ef reiknað er með verðbólgunni erum við að tala um eitt til tvö prósent í launahækkun. Það er óviðunandi." Ríkið hefur ráð Hilmar segir sveitarfélögin hafa haft nægan tíma til umhugsunar um hvernig koma ætti til móts við kennara. "Kjarasamningar kennara voru lausir í vor. Það hlýtur hver maður að sjá að kennarar þurfa verulega launahækkun. Ef sveitarfélögin hafa ekki efni á hækkunum get ég ekki séð annað en að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem nýta ekki skattstofninn, geti hækkað skattana," segir Hallur og vitnar í orð Sigurgeirs Sigurðssonar, fyrrum bæjarstjóra Seltjarnarness, á landsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri: "Hann lýsti því yfir að menn ættu ekki að karpa við ríkið um málið. Sveitarstjórnir ættu einfaldlega að hækka skattana ef meiri pening þyrfti í skólamálin." Hilmar bendir á að þau sveitarfélög sem hafi ekki ráð til skattahækkana geti leitað í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna. Þar sé einnig komin leiðin sem stjórnvöld geti nýtt til aðstoðar: "Það er mjög einfalt. Ef okkar ágæti nýi forsætisráðherra teldi að sér kæmi kjaradeilan við þyrfti ekki annað en að auka framlag ríkisins í jöfnunarsjóðinn og láta sveitarfélögin fá meiri pening." Laun kennara lækkuðu Hilmar segir að auka- og yfirvinna kennara hafi þurrkast út þegar kennarar sömdu um meiri vinnu innan grunnskólanna í síðustu kjarasamningum. "Skólarnir fengu enga peninga frá sveitarfélögunum til að kaupa þá viðbótaraukavinnu sem þurfti. Raunlaun kennara hafa því lækkað," segir Hilmar: "Þess vegna eru kennarar svo reiðir. Þeir fá minna í launaumslagið en þeir fengu áður, fyrir sömu vinnu innan skólans." Hilmar segir síðasta kjarasamning grunnskólakennara hafa verið tímamótasamning. Flestir skólastjórar séu mjög ánægðir með hann. "Þar var vinnuskylda kennara færð inn í skólana og störfum bætt á þá. Við skólastjórar erum mjög ánægðir að hafa kennarana meira í skólanum," segir Hilmar. "Launapotturinn var líka nýmæli. Nú var hægt að borga mönnum fyrir ábyrgð. Það sem svo gerist var að framkvæmdin á samningum stóðst ekki. Hún var ekki eins og þeim var kynnt á fundunum þegar kjarasamningurinn var samþykktur. Þar var sagt að yfirvinna myndi ekki minnka þar sem grunnskólarnir fengju launapott frá sveitarfélögunum til að kaupa yfirvinnu. Það hefur ekki gengið eftir," segir Hilmar. "Skóli eins og hjá mér þar sem nánast einungis eru yngri bekkir býður ekki upp á neina yfirvinnu." Vaknið til ábyrgðar Hilmar spyr hvar sveitarstjórnarmenn sem kosnir hafi verið af fólkinu í landinu séu og hvað þeir vilji gera: "Hvar er Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkur og fyrrum formaður Kennarasambands Íslands? Hvar er Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fyrrum starfsmaður Kennarasambandsins? Í sveitarfélagi þeirra starfar stærsti hluti kennara. Til hvaða ráða vilja þau grípa?" Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Getur verið að sveitarstjórnir landsins noti kennara til að þrýsta á ríkið um að leysa fjárhagsvanda þeirra? Að því spyr Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. "Ég kalla ríkisstjórnina og forsvarsmenn sveitarfélaganna til ábyrgðar á verkfalli kennara. Þó að ASÍ semji ekki um neinar launahækkanir er ekki rétt að tala um að kennarar eigi að vera langt undir öðru háskólamenntuðu fólki í launum. Það nær ekki nokkurri átt," segir Hilmar. 2% raunlaunahækkun í boði Hilmar skorar á sveitarfélög að grípa fram fyrir hendur launanefndar sveitarfélaganna og semja við sína kennara: "Ef eitt sveitarfélag keyrði sig út úr og gerði skynsamlegan samning við kennara vænti ég þess að önnur sveitarfélög tækju samninginn upp." Hilmar segir ríkisstjórnina óábyrga í kjaradeilu kennara við sveitarfélögin. Sama sé að segja um forystu SambandS íslenskra sveitarfélaga: "Þeir vísa á lágt setta embættismenn eins og Birgi Björn Sigurjónsson. Hann er formaður kjaraviðræðunefndar. Ég get ekki ímyndað mér að hann eigi að ráða því hver kjör kennara eigi að vera. Það hljóta að vera þeir sem eru kosnir til að stýra sveitarfélögunum." Hilmar segir að hækki sveitarfélögin launin ekki meir en boðið hafi verið verði flótti úr stétt kennara: "Átján prósenta launahækkun er allt of lág. Í þá tölu verður að deila með þeim árafjölda sem launahækkunin á að ná til. Ef reiknað er með verðbólgunni erum við að tala um eitt til tvö prósent í launahækkun. Það er óviðunandi." Ríkið hefur ráð Hilmar segir sveitarfélögin hafa haft nægan tíma til umhugsunar um hvernig koma ætti til móts við kennara. "Kjarasamningar kennara voru lausir í vor. Það hlýtur hver maður að sjá að kennarar þurfa verulega launahækkun. Ef sveitarfélögin hafa ekki efni á hækkunum get ég ekki séð annað en að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem nýta ekki skattstofninn, geti hækkað skattana," segir Hallur og vitnar í orð Sigurgeirs Sigurðssonar, fyrrum bæjarstjóra Seltjarnarness, á landsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri: "Hann lýsti því yfir að menn ættu ekki að karpa við ríkið um málið. Sveitarstjórnir ættu einfaldlega að hækka skattana ef meiri pening þyrfti í skólamálin." Hilmar bendir á að þau sveitarfélög sem hafi ekki ráð til skattahækkana geti leitað í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna. Þar sé einnig komin leiðin sem stjórnvöld geti nýtt til aðstoðar: "Það er mjög einfalt. Ef okkar ágæti nýi forsætisráðherra teldi að sér kæmi kjaradeilan við þyrfti ekki annað en að auka framlag ríkisins í jöfnunarsjóðinn og láta sveitarfélögin fá meiri pening." Laun kennara lækkuðu Hilmar segir að auka- og yfirvinna kennara hafi þurrkast út þegar kennarar sömdu um meiri vinnu innan grunnskólanna í síðustu kjarasamningum. "Skólarnir fengu enga peninga frá sveitarfélögunum til að kaupa þá viðbótaraukavinnu sem þurfti. Raunlaun kennara hafa því lækkað," segir Hilmar: "Þess vegna eru kennarar svo reiðir. Þeir fá minna í launaumslagið en þeir fengu áður, fyrir sömu vinnu innan skólans." Hilmar segir síðasta kjarasamning grunnskólakennara hafa verið tímamótasamning. Flestir skólastjórar séu mjög ánægðir með hann. "Þar var vinnuskylda kennara færð inn í skólana og störfum bætt á þá. Við skólastjórar erum mjög ánægðir að hafa kennarana meira í skólanum," segir Hilmar. "Launapotturinn var líka nýmæli. Nú var hægt að borga mönnum fyrir ábyrgð. Það sem svo gerist var að framkvæmdin á samningum stóðst ekki. Hún var ekki eins og þeim var kynnt á fundunum þegar kjarasamningurinn var samþykktur. Þar var sagt að yfirvinna myndi ekki minnka þar sem grunnskólarnir fengju launapott frá sveitarfélögunum til að kaupa yfirvinnu. Það hefur ekki gengið eftir," segir Hilmar. "Skóli eins og hjá mér þar sem nánast einungis eru yngri bekkir býður ekki upp á neina yfirvinnu." Vaknið til ábyrgðar Hilmar spyr hvar sveitarstjórnarmenn sem kosnir hafi verið af fólkinu í landinu séu og hvað þeir vilji gera: "Hvar er Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkur og fyrrum formaður Kennarasambands Íslands? Hvar er Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fyrrum starfsmaður Kennarasambandsins? Í sveitarfélagi þeirra starfar stærsti hluti kennara. Til hvaða ráða vilja þau grípa?"
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira