Þingmenn hleyptu kostnaðinum upp 27. september 2004 00:01 Alþingi verður sett næstkomandi föstudag en framkvæmdunum er rétt nýlokið. Að sögn Karls M. Kristjánssonar, rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, er um umfangsmiklar lagfæringar að ræða. Þannig var skipt um jarðveg undir húsinu þar sem að gólf lágu undir skemmdum vegna raka. Ný gólfefni hafa verið lögð í stórum hluta hússins og hafa veggir verið málaðir í sínum upprunalegu litum, hlýjum jarðartónum. "Það ríkti nokkur litagleði þegar húsið var byggt á sínum tíma og þessir litir hafa nú verið endurvaktir," segir Karl og bætir því við að mörg lög af málningu hafi verið skafin af veggjum svo að finna mætti upphaflega lagið. Það er skondin tilviljun að herbergi sumra þingflokkanna eru nú í litum sinna stjórnmálaflokka og þannig er herbergi framsóknarmanna nú grænt á lit. Einnig hefur verið bætt úr lýsingu í sjálfum þingsalnum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 75 milljónir króna en þegar er ljóst að reikningurinn mun fara yfir 100 milljónir vegna ýmissa liða sem ekki var gert ráð fyrir. "Meðal annars varð veruleg röskun á framkvæmdunum í sumarbyrjun vegna þess að þinghald dróst mun lengur en menn bjuggust við. Þar við bættist sumarþing og þá varð enn meiri truflun á verkinu sem kostaði sitt," bætir Karl við. Stefnt er að frekari endurbótum næsta sumar sem meðal annars miða að því að bæta aðgang fatlaðra að þingpöllum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Alþingi verður sett næstkomandi föstudag en framkvæmdunum er rétt nýlokið. Að sögn Karls M. Kristjánssonar, rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, er um umfangsmiklar lagfæringar að ræða. Þannig var skipt um jarðveg undir húsinu þar sem að gólf lágu undir skemmdum vegna raka. Ný gólfefni hafa verið lögð í stórum hluta hússins og hafa veggir verið málaðir í sínum upprunalegu litum, hlýjum jarðartónum. "Það ríkti nokkur litagleði þegar húsið var byggt á sínum tíma og þessir litir hafa nú verið endurvaktir," segir Karl og bætir því við að mörg lög af málningu hafi verið skafin af veggjum svo að finna mætti upphaflega lagið. Það er skondin tilviljun að herbergi sumra þingflokkanna eru nú í litum sinna stjórnmálaflokka og þannig er herbergi framsóknarmanna nú grænt á lit. Einnig hefur verið bætt úr lýsingu í sjálfum þingsalnum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 75 milljónir króna en þegar er ljóst að reikningurinn mun fara yfir 100 milljónir vegna ýmissa liða sem ekki var gert ráð fyrir. "Meðal annars varð veruleg röskun á framkvæmdunum í sumarbyrjun vegna þess að þinghald dróst mun lengur en menn bjuggust við. Þar við bættist sumarþing og þá varð enn meiri truflun á verkinu sem kostaði sitt," bætir Karl við. Stefnt er að frekari endurbótum næsta sumar sem meðal annars miða að því að bæta aðgang fatlaðra að þingpöllum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira