Öllum undanþágubeiðnum hafnað 24. september 2004 00:01 Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. Fjórtán umsóknir bárust undanþágunefnd sem í eiga sæti fulltrúi kennara og fulltrúi sveitarfélaga. Fimm voru ekki til afgreiðslu vegna formsgalla. Öllum hinum var hafnað. Af fjórtán umsóknum voru tólf um kennslu fyrir fötluð börn. Fulltrúi Launanefndar sveitarfélaganna taldi rétt að veita undanþágurnar, en ekki fulltrúi Kennarasambands Íslands, og því var beiðnunum hafnað. Umsóknirnar voru meðal annars frá Öskjuhlíðaskóla þar sem 39 þroskaheft og fjölfötluð börn sækja nám. Sama gildir um Safamýraskóla þar sem allir 19 nemendur skólans eru alvarlega fjölfatlaðir. Í rökstuðningi tekur skólastjórinn fram að börnin hafi mikla þörf fyrir reglufestu. Það að mæta ekki í skólann sinn eins og venjulega valdi þeim miklum erfiðleikum og vanlíðan. Í rökstuðningi fulltrúa Kennarasambands Íslands segir að í ljósi þess að ekki sé talið að neyðarástand skapist þegar frí eru í skólanum, hafni hann umsókninni. Þó er boðið upp á heilsdagsvistun í fríum í Safamýraskóla en meðan verkfall varir eru foreldrar ráðalausir. Helga Steinunn Hauksdóttir, móðir eins nemenda Safamýrarskóla, segir fólk hafa reynt að þreyja þorrann og fengið aðstoð, eða sjálft verið heima, en það gangi ekki ef verkfallið teygist í margar vikur. Þá gefur Helga ekki mikið fyrir rökstuðning fulltrúa kennara í undanþágunefnd. Hún segir hann vera að ljúga; hann noti rök sem ekki séu haldbær og Helga skorar á nefndina að endurskoða afstöðu sína hið fyrsta. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. Fjórtán umsóknir bárust undanþágunefnd sem í eiga sæti fulltrúi kennara og fulltrúi sveitarfélaga. Fimm voru ekki til afgreiðslu vegna formsgalla. Öllum hinum var hafnað. Af fjórtán umsóknum voru tólf um kennslu fyrir fötluð börn. Fulltrúi Launanefndar sveitarfélaganna taldi rétt að veita undanþágurnar, en ekki fulltrúi Kennarasambands Íslands, og því var beiðnunum hafnað. Umsóknirnar voru meðal annars frá Öskjuhlíðaskóla þar sem 39 þroskaheft og fjölfötluð börn sækja nám. Sama gildir um Safamýraskóla þar sem allir 19 nemendur skólans eru alvarlega fjölfatlaðir. Í rökstuðningi tekur skólastjórinn fram að börnin hafi mikla þörf fyrir reglufestu. Það að mæta ekki í skólann sinn eins og venjulega valdi þeim miklum erfiðleikum og vanlíðan. Í rökstuðningi fulltrúa Kennarasambands Íslands segir að í ljósi þess að ekki sé talið að neyðarástand skapist þegar frí eru í skólanum, hafni hann umsókninni. Þó er boðið upp á heilsdagsvistun í fríum í Safamýraskóla en meðan verkfall varir eru foreldrar ráðalausir. Helga Steinunn Hauksdóttir, móðir eins nemenda Safamýrarskóla, segir fólk hafa reynt að þreyja þorrann og fengið aðstoð, eða sjálft verið heima, en það gangi ekki ef verkfallið teygist í margar vikur. Þá gefur Helga ekki mikið fyrir rökstuðning fulltrúa kennara í undanþágunefnd. Hún segir hann vera að ljúga; hann noti rök sem ekki séu haldbær og Helga skorar á nefndina að endurskoða afstöðu sína hið fyrsta.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira