Þorgerður útilokar ekki inngrip 22. september 2004 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Þorgerður segir ekki tímabært að segja til hvaða aðgerða hún gripi. "Það eru ákveðnar leiðir í stöðunni sem hægt væri að fara. Algerlega ótímabært er að ræða þær," segir Þorgerður Katrín. Hún gaf ekki upp hvenær tímabært væri að grípa inn í deilu kennara og sveitarfélaganna. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfæðingur og lekor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir það neyðarúrræði grípi stjórnvöld til aðgerða vegna verkfalls kennara. Sú leið sem stjórnvöldum sé fær til að stöðva verkfallið sé setning bráðabirgðalaga. "Verkfallinu er þá aflýst og starfsmenn hverfa aftur til starfa," segir Gylfi. Deilan standi eftir óleyst og líklegast í mikilli óþökk verkalýðshreyfinga. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, mætti á fund menntamálaráðherra í gær til að benda á ósanngirni þess að verkfall kennara bitnaði á börnum en ekki vinnuveitendum. "Þorgerður er yfirmaður menntamála í landinu. Ég er persónulega á þeirri skoðun að hún þurfi að axla þá ábyrgð og grípa inní deilu sveitarfélaga og kennara á einhvern hátt," sagði Bergþóra og bætti við: "Það er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins að börnin fái þá menntun sem þau eiga heimtingu á samkvæmt lögum. Ég get ekki séð að ráðuneytið geti þvegið hendur sína að því." Elín Thorarensen, stjórnarmaður Heimilis og skóla - Landssamtaks foreldra, sat einnig fundinn. Hún segir óábyrgt af sveitarfélögum og kennurum að fara í verkfall: "Þeir eru búnir að hafa sex mánuði til að leysa deiluna. Að sjálfsögðu áttu þeir að vera búnir að því áður en verkfall skall á." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Þorgerður segir ekki tímabært að segja til hvaða aðgerða hún gripi. "Það eru ákveðnar leiðir í stöðunni sem hægt væri að fara. Algerlega ótímabært er að ræða þær," segir Þorgerður Katrín. Hún gaf ekki upp hvenær tímabært væri að grípa inn í deilu kennara og sveitarfélaganna. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfæðingur og lekor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir það neyðarúrræði grípi stjórnvöld til aðgerða vegna verkfalls kennara. Sú leið sem stjórnvöldum sé fær til að stöðva verkfallið sé setning bráðabirgðalaga. "Verkfallinu er þá aflýst og starfsmenn hverfa aftur til starfa," segir Gylfi. Deilan standi eftir óleyst og líklegast í mikilli óþökk verkalýðshreyfinga. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, mætti á fund menntamálaráðherra í gær til að benda á ósanngirni þess að verkfall kennara bitnaði á börnum en ekki vinnuveitendum. "Þorgerður er yfirmaður menntamála í landinu. Ég er persónulega á þeirri skoðun að hún þurfi að axla þá ábyrgð og grípa inní deilu sveitarfélaga og kennara á einhvern hátt," sagði Bergþóra og bætti við: "Það er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins að börnin fái þá menntun sem þau eiga heimtingu á samkvæmt lögum. Ég get ekki séð að ráðuneytið geti þvegið hendur sína að því." Elín Thorarensen, stjórnarmaður Heimilis og skóla - Landssamtaks foreldra, sat einnig fundinn. Hún segir óábyrgt af sveitarfélögum og kennurum að fara í verkfall: "Þeir eru búnir að hafa sex mánuði til að leysa deiluna. Að sjálfsögðu áttu þeir að vera búnir að því áður en verkfall skall á."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira