Barnagæslan verkfallsbrot 20. september 2004 00:01 Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. Í Valshemilinu voru um hundrað börn starfsmanna KB banka í gæslu í dag en hún er skipulögð af starfsmönnunum sjálfum. Verkfallsverðir grunnskólakennara komu í heimsókn þar í morgun til að kynna sér starfsemina en börnin eru aðallega í íþróttum og alls kyns leikjum. Telja kennarar að það gæti verið verkfallsbrot þar sem þannig væri verið að ganga í störf íþróttakennara Ekki líta skipuleggjendur svo á að þeir séu að fremja verkfallsbrot, enda sé ekki verið að kenna börnunum neitt heldur eingöngu að skipuleggja dagskrá fyrir þau. Og þörfin fyrir gæsluna er greinilega mikil. Svali Björgvinsson, starfsmaður KB banka, segir að á bilinu 15-20 fyrirtæki hafi haft samband við sig til að athuga hvort þau mættu taka þátt í henni. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að verða við því. Í Þróttarheimilinu í Laugardalnum mættu 120 börn starfsmanna Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra. Þar er einnig þaulskipulögð dagskrá. Ásgerður Guðmundsóttir, skólastjóri Heilsuskólans sem svo er kallaður, segir einn hópinn vera í listasmiðju, annan í íþróttasalnum og tveir hópar eru úti í einu, annað hvort í vettvangsferð eða í leikjum. Ásgerður segir að þessi skipulagða dagskrá sé algjör forsenda þess að börnin geti tekist á við álagið sem fylgir verkfallinu. Verkfallstjórn grunnskólakennara fylgist grannt með og her verkfallsvarða hefur heimsótt gæslustaði og skóla um allt land í dag. Rétt fyrir fréttir komst verkfallstjórnin að þeirri niðurstöðu að þarna og á fleiri stöðum væri verið að ganga í störf kennara og að litið væri á það sem verkfallsbrot. Kennarar eru nú að íhuga til hvaða aðgerða eigi að grípa. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. Í Valshemilinu voru um hundrað börn starfsmanna KB banka í gæslu í dag en hún er skipulögð af starfsmönnunum sjálfum. Verkfallsverðir grunnskólakennara komu í heimsókn þar í morgun til að kynna sér starfsemina en börnin eru aðallega í íþróttum og alls kyns leikjum. Telja kennarar að það gæti verið verkfallsbrot þar sem þannig væri verið að ganga í störf íþróttakennara Ekki líta skipuleggjendur svo á að þeir séu að fremja verkfallsbrot, enda sé ekki verið að kenna börnunum neitt heldur eingöngu að skipuleggja dagskrá fyrir þau. Og þörfin fyrir gæsluna er greinilega mikil. Svali Björgvinsson, starfsmaður KB banka, segir að á bilinu 15-20 fyrirtæki hafi haft samband við sig til að athuga hvort þau mættu taka þátt í henni. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að verða við því. Í Þróttarheimilinu í Laugardalnum mættu 120 börn starfsmanna Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra. Þar er einnig þaulskipulögð dagskrá. Ásgerður Guðmundsóttir, skólastjóri Heilsuskólans sem svo er kallaður, segir einn hópinn vera í listasmiðju, annan í íþróttasalnum og tveir hópar eru úti í einu, annað hvort í vettvangsferð eða í leikjum. Ásgerður segir að þessi skipulagða dagskrá sé algjör forsenda þess að börnin geti tekist á við álagið sem fylgir verkfallinu. Verkfallstjórn grunnskólakennara fylgist grannt með og her verkfallsvarða hefur heimsótt gæslustaði og skóla um allt land í dag. Rétt fyrir fréttir komst verkfallstjórnin að þeirri niðurstöðu að þarna og á fleiri stöðum væri verið að ganga í störf kennara og að litið væri á það sem verkfallsbrot. Kennarar eru nú að íhuga til hvaða aðgerða eigi að grípa.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira