Kraftlyftingar og sjúkraþjálfun 20. september 2004 00:01 "Orkuverið er eina stöðin á Íslandi sem getur tekið á móti öllum, frá sjúklingi upp í kraftlyftingamann," segir Georg Ögmundsson, sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Orkuversins sem er ný líkamsræktarstöð í Egilshöllinni þar sem boðið verður upp sjúkraþjálfun og almenna líkamsrækt. Líkamsræktarstöðin nær yfir 1.000 fermetra og er á tveimur hæðum. Georg segir að leitast hafi verið við að skipta upp stöðinni eftir því hvaða tegund af líkamsrækt sé stunduð. "Ég geri þetta svo hver og einn hópur geti fengið næði við líkamsræktina án truflunar frá öðrum," segir Georg en stöðinni er að vissu leyti skipt í þrennt. Sjúkraþjálfuninni er ætlað afmarkað svæði en líkamsræktinni er svo skipt í tvo hluta. "Hér verður boðin aðstaða og sérstök tæki fyrir þá sem ætla sér að taka líkamsræktina alvarlega eða takast á við kraftlyftingar. Á efri hæðinni verða tæki fyrir þá sem sækja í líkamsræktina til að halda sér í formi og vilja bara láta sér líða vel," segir Georg en tækin sem sett hafa verið á efri hæðina bera vott um þægindi og fallegt útlit. "Þetta er pínulítið blúndulegt fyrir þá sem vilja ekki sjá hrá járnin ganga upp og niður á meðan verið er að lyfta," segir Georg. Orkuverið mun vera í nánum tengslum við aðra starfsemi í höllinni en fjölbreytt íþróttastarf fer þar fram. "Orkuverið er eðlileg viðbót við aðra íþróttaiðkun hér í húsinu," segir Georg. Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Orkuverið er eina stöðin á Íslandi sem getur tekið á móti öllum, frá sjúklingi upp í kraftlyftingamann," segir Georg Ögmundsson, sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Orkuversins sem er ný líkamsræktarstöð í Egilshöllinni þar sem boðið verður upp sjúkraþjálfun og almenna líkamsrækt. Líkamsræktarstöðin nær yfir 1.000 fermetra og er á tveimur hæðum. Georg segir að leitast hafi verið við að skipta upp stöðinni eftir því hvaða tegund af líkamsrækt sé stunduð. "Ég geri þetta svo hver og einn hópur geti fengið næði við líkamsræktina án truflunar frá öðrum," segir Georg en stöðinni er að vissu leyti skipt í þrennt. Sjúkraþjálfuninni er ætlað afmarkað svæði en líkamsræktinni er svo skipt í tvo hluta. "Hér verður boðin aðstaða og sérstök tæki fyrir þá sem ætla sér að taka líkamsræktina alvarlega eða takast á við kraftlyftingar. Á efri hæðinni verða tæki fyrir þá sem sækja í líkamsræktina til að halda sér í formi og vilja bara láta sér líða vel," segir Georg en tækin sem sett hafa verið á efri hæðina bera vott um þægindi og fallegt útlit. "Þetta er pínulítið blúndulegt fyrir þá sem vilja ekki sjá hrá járnin ganga upp og niður á meðan verið er að lyfta," segir Georg. Orkuverið mun vera í nánum tengslum við aðra starfsemi í höllinni en fjölbreytt íþróttastarf fer þar fram. "Orkuverið er eðlileg viðbót við aðra íþróttaiðkun hér í húsinu," segir Georg.
Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira