Forsendur kjarasamninga að bresta 17. september 2004 00:01 Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði og ekkert útlit er fyrir að hún muni lækka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna á næstunni muni verkalýðsforystan boða fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fund til að fara yfir stöðuna. "Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. "Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er forsendum kjarasamninganna stefnt í voða. Það eru merki um að þensla sé að aukast." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu.Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólguna. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. "Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það," segir Halldór. "Ég vona náttúrlega að mönnum takist að hafa hemil á verðbólgunni." Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið fylgjast grannt með samningamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar nái sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga frá því síðasta vetur. "Við höfum þungar áhyggjur af þessu," segir Halldór. " En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsaðilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröfur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði og ekkert útlit er fyrir að hún muni lækka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna á næstunni muni verkalýðsforystan boða fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fund til að fara yfir stöðuna. "Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. "Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er forsendum kjarasamninganna stefnt í voða. Það eru merki um að þensla sé að aukast." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu.Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólguna. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. "Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það," segir Halldór. "Ég vona náttúrlega að mönnum takist að hafa hemil á verðbólgunni." Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið fylgjast grannt með samningamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar nái sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga frá því síðasta vetur. "Við höfum þungar áhyggjur af þessu," segir Halldór. " En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsaðilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröfur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira