Bitist um Valsheimilið 15. september 2004 00:01 KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Þeir eru nágrannar þessa dagana í Borgartúninu, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sem situr á löngum fundum í Karphúsinu, og Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka. Þeir slógust um hylli knattspyrnufélagsins Vals til afnota af húsnæði þess í hugsanlegu kennaraverkfalli. Eiríkur segir að framkvæmdastjóri Vals hafi verið búinn að handsala samning við kennara sem ætluðu að leigja Valshemilið. Formaður félagsins hafi hinsvegar rift því samkomulagi á síðustu stundu. Eiríkur segir að ef hann væri Valsmaður myndi hann spyrja sjálfan sig hvort hann vildi vera í félagi þar sem menn í forsvari væru þess eðlis að ekki sé hægt að treysta orðum þeirra. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa nú sagt að starfsemi heilsuskóla í kennaraverkfalli verði eingöngu á vegum foreldrafélags fyrirtækjanna og hafa róað með því Kennarasambandið. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka dregur hins vegar enga fjöður yfir það að bankinn ætli að standa fyrir barnagæslu í Valsheimilinu. Hann hefði samt frekar viljað að börnin væru að læra lestur og skrift í skólanum. Svala þykir það miður að orkan í deilunni sé farin að snúast um það hvað fyrirtæki geri við börn starfsmanna á meðan hugsanlegu verkfalli stendur. Honum þykir þetta ekki það stórt mál að það verðskuldi reiði kennara. Eiríkur Jónsson segir að þótt slík starfsemi sé kannski ekki verkfallsbrot samkvæmt lögum þá sé hún siðlaus og íhlutun í deiluna. Hann spyr sig hvort stjórnendur fyrirtækja sem geri svona séu að gæta hagsmuna barnanna eða standa vörð um láglaunastefnu. Hann skorar á bankann að taka upp barnagæslu í öllum skólafríum. „Við ætlum að reyna að fá frið til að snúa okkur að samningaborðinu og vonumst eftir því að fyrirtæki sjái að sér og séu ekki að ögra með þessum hætti,“ segir Eiríkur. Myndin er af Eiríki Jónssyni. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Þeir eru nágrannar þessa dagana í Borgartúninu, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sem situr á löngum fundum í Karphúsinu, og Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka. Þeir slógust um hylli knattspyrnufélagsins Vals til afnota af húsnæði þess í hugsanlegu kennaraverkfalli. Eiríkur segir að framkvæmdastjóri Vals hafi verið búinn að handsala samning við kennara sem ætluðu að leigja Valshemilið. Formaður félagsins hafi hinsvegar rift því samkomulagi á síðustu stundu. Eiríkur segir að ef hann væri Valsmaður myndi hann spyrja sjálfan sig hvort hann vildi vera í félagi þar sem menn í forsvari væru þess eðlis að ekki sé hægt að treysta orðum þeirra. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa nú sagt að starfsemi heilsuskóla í kennaraverkfalli verði eingöngu á vegum foreldrafélags fyrirtækjanna og hafa róað með því Kennarasambandið. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka dregur hins vegar enga fjöður yfir það að bankinn ætli að standa fyrir barnagæslu í Valsheimilinu. Hann hefði samt frekar viljað að börnin væru að læra lestur og skrift í skólanum. Svala þykir það miður að orkan í deilunni sé farin að snúast um það hvað fyrirtæki geri við börn starfsmanna á meðan hugsanlegu verkfalli stendur. Honum þykir þetta ekki það stórt mál að það verðskuldi reiði kennara. Eiríkur Jónsson segir að þótt slík starfsemi sé kannski ekki verkfallsbrot samkvæmt lögum þá sé hún siðlaus og íhlutun í deiluna. Hann spyr sig hvort stjórnendur fyrirtækja sem geri svona séu að gæta hagsmuna barnanna eða standa vörð um láglaunastefnu. Hann skorar á bankann að taka upp barnagæslu í öllum skólafríum. „Við ætlum að reyna að fá frið til að snúa okkur að samningaborðinu og vonumst eftir því að fyrirtæki sjái að sér og séu ekki að ögra með þessum hætti,“ segir Eiríkur. Myndin er af Eiríki Jónssyni.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira