Fleiri konur í stjórnmál 15. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur það mjög mikilvægt að konur komi í vaxandi mæli inn í íslensk stjórnmál og fagnar auknum áhuga kvenna á stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra í gær. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið meðal annars við hann um stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum í kjölfar óánægju framsóknarkvenna með ákvörðun Halldórs um að Sif Friðleifsdóttur yrði vikið úr ráðherrastóli. "Ég hef reynt að leggja mig fram um það að konur fái nauðsynlegan vettvang í stjórnmálum og ég fagna því starfi í Framsóknarflokknum," segir Halldór. Hann segist hafa reynt að stuðla að því að konum í stjórnmálum fjölgi. "Ég geri það vegna framtíðarinnar. Ég tel að konur muni skipa meiri og meiri sess í samfélaginu. Ég á engan son, ég á þrjár dætur og ég hlýt að hugsa um framtíð kvenna eins og hver annar faðir. Þar af leiðandi gleðst ég yfir því að mér finnst konur á margan hátt hafa meiri möguleika heldur en karlmennirnir. Við sjáum að þær standa sig afskaplega vel í námi, þær eru reglusamari og sennilega samviskusamari," segir hann. Spurður hvað hægt sé að gera til að auka þátttöku kvenna á efri stigum samfélagsins enn fremur en orðið hefur, segir hann að hvatning til að taka þátt og vera óhræddar til að takast á við erfið verkefni sé mikilvæg. "Ég held að það sé einnig að hluta til spurning um sjálfstraust. Konur eru smátt og smátt að öðlast meira sjálfstraust. Breytingin sem orðið hefur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs skiptir einnig miklu máli. Þar er lögð áhersla á ábyrgð feðra ekki síður en mæðra. Því verður ekkert á móti mælt að til dæmis mín kynslóð hefur vanist því að mæðurnar beri meiri og aðra ábyrgð á börnunum en feðurnir. Ég held að það muni smátt og smátt breyta miklu, jafnvel tiltölulega hratt," segir Halldór. Hann segir að karlmenn geti lagt sig fram við að bæta jafnrétti kynjanna enn meir en orðið hefur. "Þeir mættu taka meira tillit til kvennanna og viðurkenna að hæfileikar þeirra séu ekki síðri en karlanna. Það hefur stundum skort á það. Karlmenn þykjast oft geta miklu meira en konurnar, það er kannski helst vegna þess að þeir hafa meiri líkamlega burði, en það eru nú að verða færri og færri störf sem þurfa alla þessa líkamlegu burði," segir Halldór. sda@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur það mjög mikilvægt að konur komi í vaxandi mæli inn í íslensk stjórnmál og fagnar auknum áhuga kvenna á stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra í gær. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið meðal annars við hann um stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum í kjölfar óánægju framsóknarkvenna með ákvörðun Halldórs um að Sif Friðleifsdóttur yrði vikið úr ráðherrastóli. "Ég hef reynt að leggja mig fram um það að konur fái nauðsynlegan vettvang í stjórnmálum og ég fagna því starfi í Framsóknarflokknum," segir Halldór. Hann segist hafa reynt að stuðla að því að konum í stjórnmálum fjölgi. "Ég geri það vegna framtíðarinnar. Ég tel að konur muni skipa meiri og meiri sess í samfélaginu. Ég á engan son, ég á þrjár dætur og ég hlýt að hugsa um framtíð kvenna eins og hver annar faðir. Þar af leiðandi gleðst ég yfir því að mér finnst konur á margan hátt hafa meiri möguleika heldur en karlmennirnir. Við sjáum að þær standa sig afskaplega vel í námi, þær eru reglusamari og sennilega samviskusamari," segir hann. Spurður hvað hægt sé að gera til að auka þátttöku kvenna á efri stigum samfélagsins enn fremur en orðið hefur, segir hann að hvatning til að taka þátt og vera óhræddar til að takast á við erfið verkefni sé mikilvæg. "Ég held að það sé einnig að hluta til spurning um sjálfstraust. Konur eru smátt og smátt að öðlast meira sjálfstraust. Breytingin sem orðið hefur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs skiptir einnig miklu máli. Þar er lögð áhersla á ábyrgð feðra ekki síður en mæðra. Því verður ekkert á móti mælt að til dæmis mín kynslóð hefur vanist því að mæðurnar beri meiri og aðra ábyrgð á börnunum en feðurnir. Ég held að það muni smátt og smátt breyta miklu, jafnvel tiltölulega hratt," segir Halldór. Hann segir að karlmenn geti lagt sig fram við að bæta jafnrétti kynjanna enn meir en orðið hefur. "Þeir mættu taka meira tillit til kvennanna og viðurkenna að hæfileikar þeirra séu ekki síðri en karlanna. Það hefur stundum skort á það. Karlmenn þykjast oft geta miklu meira en konurnar, það er kannski helst vegna þess að þeir hafa meiri líkamlega burði, en það eru nú að verða færri og færri störf sem þurfa alla þessa líkamlegu burði," segir Halldór. sda@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira