Frá Viðey til Rauðarár 15. september 2004 00:01 Engum dylst að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórnmálum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráðherrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, boðar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og raunar í heiminum öllum. "Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stórum skömmtum af læknameðali ættuðum úr lyfjabúri hins frjálsa markaðar," segir Bart Cameron, fréttamaður AP, í gær í grein um forsætisráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Viðey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmanninum Ólafi Ragnari til að verða yfirmaður Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron fréttamaður AP að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra "kaupsýsluauðvaldið", eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnarsamstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Davíð varð forsætisráðherra í skugga mikilla efnahagserfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir atburðir standi upp úr í forsætisráðherratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbankanna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. "Ég held þó ekki að stjórnin hafi verið í hættu eins og sumir hafa sagt." Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. "Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi." Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Engum dylst að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórnmálum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráðherrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, boðar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og raunar í heiminum öllum. "Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stórum skömmtum af læknameðali ættuðum úr lyfjabúri hins frjálsa markaðar," segir Bart Cameron, fréttamaður AP, í gær í grein um forsætisráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Viðey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmanninum Ólafi Ragnari til að verða yfirmaður Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron fréttamaður AP að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra "kaupsýsluauðvaldið", eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnarsamstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Davíð varð forsætisráðherra í skugga mikilla efnahagserfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir atburðir standi upp úr í forsætisráðherratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbankanna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. "Ég held þó ekki að stjórnin hafi verið í hættu eins og sumir hafa sagt." Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. "Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi."
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira