Flugbílar í háloftin fyrir 2030 6. september 2004 00:01 Tækni- og þróunardeild Boeing-verksmiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum hefur búið til módel af flugbíl. Lynne Wenberg, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir markmiðið vera að búa til flugbíl sem kosti ekki meira en dýrustu lúxusbílar geri í dag. Flugbíl sem sé auðvelt að stjórna og eyði litlu eldsneyti. Fjöldi fyrirtækja er að vinna að svipuðum verkefnum og Boeing. Sérfræðingar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) reikna með því að eftir fimm ár verði þeir búnir að hanna litla flugvél, sem verði ekki hávaðasamari en mótorhjól og kosti innan við tíu milljónir króna. Vélin á að geta flogið stuttar vegalengdir milli flugvalla. Eftir tíu ár stefna þeir að því að vera búnir að hanna flugvél sem getur líka ekið stuttar vegalengdir um hliðargötur nálægt flugvöllum. Eftir fimmtán ár er stefnt að því að ljúka hönnun á vél sem mun geta tekið allt að fjóra farþega og tekið lóðrétt á loft. Sérfræðingar NASA telja að raunverulegir flugbílar geti í fyrsta lagi orðið að veruleika eftir 25 ár. Stjórnendur Boeing eru þegar farnir að líta það langt fram í tímann. Á meðal vandamála sem sérfræðingar Boeing eru að velta fyrir sér er hvernig löggæslu verði háttað þegar og ef þúsundir flugbíla fara í háloftin. Lausnin á því vandamáli liggur ekki fyrir en ljóst er að bílstjórar flugbíla vilja ekki láta svína fyrir sig eða lenda fyrir aftan ökunema mörg hundruð metrum fyrir ofan jörðina. Ken Goodrich, háttsettur verkfræðingur hjá NASA, segir ljóst að flugbílar þurfi að vera tæknilega fullkomnir og öruggari en venjulegir bílar eru í dag. Ein af hugmyndunum sem NASA er með er að hanna bíl sem getur forðast árekstur og jafnvel ratað sjálfur á ákveðna staði með einhvers konar sjálfstýringu. Goodrich segir að þótt hann telji að tæknilega sé mögulegt að flugbílar verði að veruleika eftir 25 ár þá telji hann alls óvíst hvort það verði raunin. Hann segist spyrja sig að því hvort slíkir bílar verði ekki of hávaðasamir, hafi of truflandi áhrif á daglegt líf og hvort þeir verði í raun nægilega praktískir. Erlent Fréttir Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Tækni- og þróunardeild Boeing-verksmiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum hefur búið til módel af flugbíl. Lynne Wenberg, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir markmiðið vera að búa til flugbíl sem kosti ekki meira en dýrustu lúxusbílar geri í dag. Flugbíl sem sé auðvelt að stjórna og eyði litlu eldsneyti. Fjöldi fyrirtækja er að vinna að svipuðum verkefnum og Boeing. Sérfræðingar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) reikna með því að eftir fimm ár verði þeir búnir að hanna litla flugvél, sem verði ekki hávaðasamari en mótorhjól og kosti innan við tíu milljónir króna. Vélin á að geta flogið stuttar vegalengdir milli flugvalla. Eftir tíu ár stefna þeir að því að vera búnir að hanna flugvél sem getur líka ekið stuttar vegalengdir um hliðargötur nálægt flugvöllum. Eftir fimmtán ár er stefnt að því að ljúka hönnun á vél sem mun geta tekið allt að fjóra farþega og tekið lóðrétt á loft. Sérfræðingar NASA telja að raunverulegir flugbílar geti í fyrsta lagi orðið að veruleika eftir 25 ár. Stjórnendur Boeing eru þegar farnir að líta það langt fram í tímann. Á meðal vandamála sem sérfræðingar Boeing eru að velta fyrir sér er hvernig löggæslu verði háttað þegar og ef þúsundir flugbíla fara í háloftin. Lausnin á því vandamáli liggur ekki fyrir en ljóst er að bílstjórar flugbíla vilja ekki láta svína fyrir sig eða lenda fyrir aftan ökunema mörg hundruð metrum fyrir ofan jörðina. Ken Goodrich, háttsettur verkfræðingur hjá NASA, segir ljóst að flugbílar þurfi að vera tæknilega fullkomnir og öruggari en venjulegir bílar eru í dag. Ein af hugmyndunum sem NASA er með er að hanna bíl sem getur forðast árekstur og jafnvel ratað sjálfur á ákveðna staði með einhvers konar sjálfstýringu. Goodrich segir að þótt hann telji að tæknilega sé mögulegt að flugbílar verði að veruleika eftir 25 ár þá telji hann alls óvíst hvort það verði raunin. Hann segist spyrja sig að því hvort slíkir bílar verði ekki of hávaðasamir, hafi of truflandi áhrif á daglegt líf og hvort þeir verði í raun nægilega praktískir.
Erlent Fréttir Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira