Engin sérstaða - engar sérreglur 1. september 2004 00:01 Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands, Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svokallaðarar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hagsmunaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er augljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig tillögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalífinu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrirtæki og grípa inn í starfsemi þeirra.Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndunum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki -- hin meinta sérstaða Íslands var draugasaga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Það er líka erfitt að sjá hvernig við Íslendingar ættum að geta að snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóðavæðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum heldur verðum við að móta lagaumhverfi okkar og reglur að nágrönnum okkar. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri misráðið. Opnun hagkerfis okkar og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist; jafnvel þvert á móti. Það færi best á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hagsmunaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til á þessu sviði en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna sem vilja vekja upp gamla drauga. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmunaaðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvaldinu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands, Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svokallaðarar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hagsmunaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er augljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig tillögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalífinu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrirtæki og grípa inn í starfsemi þeirra.Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndunum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki -- hin meinta sérstaða Íslands var draugasaga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Það er líka erfitt að sjá hvernig við Íslendingar ættum að geta að snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóðavæðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum heldur verðum við að móta lagaumhverfi okkar og reglur að nágrönnum okkar. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri misráðið. Opnun hagkerfis okkar og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist; jafnvel þvert á móti. Það færi best á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hagsmunaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til á þessu sviði en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna sem vilja vekja upp gamla drauga. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmunaaðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvaldinu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun