Starfið mitt 30. ágúst 2004 00:01 Ásta Margrét Halldórsdóttir byrjaði fyrir tveimur árum að vinna sem kaffibarþjónn á Kaffitári í Kringlunni, þá tvítug. "Þegar ég sótti um starf á kaffihúsi grunaði mig ekki að ég væri að gerast kaffibarþjónn, því ég þekkti ekkert til staðarins og hafði aldrei spekúlerað í kaffi. Kunni hreinlega ekki að drekka það og spáði ekkert í hvaðan hráefnið kæmi eða neitt slíkt. Nú er ég hinsvegar orðin svo snobbuð að það hálfa væri nóg!" Ástu finnst gaman í vinnunni. "Hér lærir maður mikið um kaffi og það er gríðarlegur metnaður í gangi sem gerir starfið mun innihaldsríkara en annars væri," segir hún og upplýsir að hún og aðrir starfsmenn fari í þjálfun á þriggja mánaða fresti, annaðhvort á vinnustaðnum eða í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Suðurnesjum. "Maður getur endalaust bætt við sig þekkingu og búið til ennþá betra kaffi en áður og svo eru haldnar Íslandsmeistarakeppnir árlega sem er ögrandi að taka þátt í," segir hún. Ásta er í landsliði kaffibarþjóna og hefur einu sinni komist til Ítalíu til að fylgjast með heimsmeistarakeppninni. En finnst henni ekki hræðilegur hávaði sem fylgir þessu starfi? "Við erum náttúrlega í Kringlunni og það venst alveg ótrúlega vel," segir hún brosandi og vill alls ekki viðurkenna að kaffivélarnar skapi óþægileg hljóð. "Þetta er bara það sem fylgir því að búa til gott kaffi sem er malað í kvörninni á staðnum." Atvinna Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ásta Margrét Halldórsdóttir byrjaði fyrir tveimur árum að vinna sem kaffibarþjónn á Kaffitári í Kringlunni, þá tvítug. "Þegar ég sótti um starf á kaffihúsi grunaði mig ekki að ég væri að gerast kaffibarþjónn, því ég þekkti ekkert til staðarins og hafði aldrei spekúlerað í kaffi. Kunni hreinlega ekki að drekka það og spáði ekkert í hvaðan hráefnið kæmi eða neitt slíkt. Nú er ég hinsvegar orðin svo snobbuð að það hálfa væri nóg!" Ástu finnst gaman í vinnunni. "Hér lærir maður mikið um kaffi og það er gríðarlegur metnaður í gangi sem gerir starfið mun innihaldsríkara en annars væri," segir hún og upplýsir að hún og aðrir starfsmenn fari í þjálfun á þriggja mánaða fresti, annaðhvort á vinnustaðnum eða í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Suðurnesjum. "Maður getur endalaust bætt við sig þekkingu og búið til ennþá betra kaffi en áður og svo eru haldnar Íslandsmeistarakeppnir árlega sem er ögrandi að taka þátt í," segir hún. Ásta er í landsliði kaffibarþjóna og hefur einu sinni komist til Ítalíu til að fylgjast með heimsmeistarakeppninni. En finnst henni ekki hræðilegur hávaði sem fylgir þessu starfi? "Við erum náttúrlega í Kringlunni og það venst alveg ótrúlega vel," segir hún brosandi og vill alls ekki viðurkenna að kaffivélarnar skapi óþægileg hljóð. "Þetta er bara það sem fylgir því að búa til gott kaffi sem er malað í kvörninni á staðnum."
Atvinna Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira