Danir styðja Bandaríkjamenn 9. ágúst 2004 00:01 Forsætisráðherra Danmerkur segir að Danir standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu, þrátt fyrir neikvæðar skýrslur og harða gagnrýni á gang mála. Hann tekur undir áhyggjur danskra fjölmiðla sem óttast hefndaraðgerðir vegna fregna af pyntingum danskra hermanna á írökskum föngum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem staddur er hér á landi ásamt forsætisráðherrum annarra ríkja Norðurlanda, segir að neikvæðar skýrslur og fregnir af ástandi mála í Írak hafi ekki breytt afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar til afdráttarlauss stuðnings við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann telur þvert á móti nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr að Danir séu þar í landi og hjálpi hinni nýju íröksku ríkisstjórn við að koma á jafnvægi og lýðræði í Írak. Þess vegna hafi Danir ákveðið að vera þar áfram og hafi til bráðabirgða ákveðið að lengja dvölina um heilt ár. Fregnir hafa borist af því síðustu daga að danskir hermenn hafi tekið þátt í því að að pynta írakska stríðsfanga. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að þetta kunni að leiða til refsiaðgerða Íraka gegn dönskum hermönnum eða Dönum sem starfa í Írak. Rasmussen segir þetta auðvitað alltaf áhættu en að þau mannrán sem umheimurinn hafi orðið vitni að í landinu bitni bæði á bandalagsþjóðunum og þeim þjóðum sem standi utan við bandalagið. Hættan sé því ávallt til staðar og hún undirstriki þörfina á að alþjóðasamfélagið standi saman við að berjast gegn hryðjuverkum og að því að hjálpa írökskum stjórnvöldum að byggja upp öruggara og lýðræðislegra Írak. Rasmussen kveðst ekki sjá neinn annan kost í stöðunni. Ef við verðum hrædd við hryðjuverkamennina þá jafnist það á við að þeir hafi sigrað. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur segir að Danir standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu, þrátt fyrir neikvæðar skýrslur og harða gagnrýni á gang mála. Hann tekur undir áhyggjur danskra fjölmiðla sem óttast hefndaraðgerðir vegna fregna af pyntingum danskra hermanna á írökskum föngum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem staddur er hér á landi ásamt forsætisráðherrum annarra ríkja Norðurlanda, segir að neikvæðar skýrslur og fregnir af ástandi mála í Írak hafi ekki breytt afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar til afdráttarlauss stuðnings við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann telur þvert á móti nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr að Danir séu þar í landi og hjálpi hinni nýju íröksku ríkisstjórn við að koma á jafnvægi og lýðræði í Írak. Þess vegna hafi Danir ákveðið að vera þar áfram og hafi til bráðabirgða ákveðið að lengja dvölina um heilt ár. Fregnir hafa borist af því síðustu daga að danskir hermenn hafi tekið þátt í því að að pynta írakska stríðsfanga. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að þetta kunni að leiða til refsiaðgerða Íraka gegn dönskum hermönnum eða Dönum sem starfa í Írak. Rasmussen segir þetta auðvitað alltaf áhættu en að þau mannrán sem umheimurinn hafi orðið vitni að í landinu bitni bæði á bandalagsþjóðunum og þeim þjóðum sem standi utan við bandalagið. Hættan sé því ávallt til staðar og hún undirstriki þörfina á að alþjóðasamfélagið standi saman við að berjast gegn hryðjuverkum og að því að hjálpa írökskum stjórnvöldum að byggja upp öruggara og lýðræðislegra Írak. Rasmussen kveðst ekki sjá neinn annan kost í stöðunni. Ef við verðum hrædd við hryðjuverkamennina þá jafnist það á við að þeir hafi sigrað.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira