Blóðbað í Najaf 6. ágúst 2004 00:01 Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda. Bardagarnir eru einhverjir þeir mannskæðustu sem hafa brotist út milli uppreisnarmanna og bandarískra hermanna. Bardagarnir í Najaf brutust út að morgni fimmtudags. Sveitir hliðhollar klerknum Muqtada al-Sadr og Bandaríkjamenn kenna hvor öðrum um upptökin. Hitt er ljóst að bardagarnir hafa verið mjög harðir. Bandaríkjamenn hafa beitt herþotum og þyrlum í árásum á staði þar sem þeir telja uppreisnarmenn halda sig. Þeir áætla að um 300 uppreisnarmenn hafi látist en segja þrjá bandaríska hermenn hafa látist og tólf slasast í bardögunum. Al-Sadr veittist harkalega að Bandaríkjunum í messu sinni í gær. Hann hvatti til árása á Bandaríkjaher og sagði fráleitt að líta á hann sem bandamenn eins og Íraksstjórn hefur gert. "Bandaríkin eru óvinur okkar og óvinur þjóðarinnar. Við höfnum þessu bandalagi," sagði hann. Á sama tíma kölluðu aðstoðarmenn al-Sadr eftir vopnahléi. "Við skorum á ríkisstjórnina, sem hefur lýst sig fullvalda, að stöðva árásir Bandaríkjamanna," sagði Mahmoud al-Sudani talsmaður al-Sadr. Að auki var óskað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna við að binda endi á bardagana. Najaf hafði verið nokkuð friðsæl um tveggja mánaða skeið þegar bardagarnir brutust út í fyrradag. Hart var barist í borginni frá apríl fram í júní. Þá eins og nú áttust við sveitir al-Sadr og bandarískar hersveitir. Þeim bardögum lauk með vopnahléi en spennan í samskiptum Bandaríkjamanna og al-Sadr og stuðningsmanna hans hefur magnast mjög að undanförnu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda. Bardagarnir eru einhverjir þeir mannskæðustu sem hafa brotist út milli uppreisnarmanna og bandarískra hermanna. Bardagarnir í Najaf brutust út að morgni fimmtudags. Sveitir hliðhollar klerknum Muqtada al-Sadr og Bandaríkjamenn kenna hvor öðrum um upptökin. Hitt er ljóst að bardagarnir hafa verið mjög harðir. Bandaríkjamenn hafa beitt herþotum og þyrlum í árásum á staði þar sem þeir telja uppreisnarmenn halda sig. Þeir áætla að um 300 uppreisnarmenn hafi látist en segja þrjá bandaríska hermenn hafa látist og tólf slasast í bardögunum. Al-Sadr veittist harkalega að Bandaríkjunum í messu sinni í gær. Hann hvatti til árása á Bandaríkjaher og sagði fráleitt að líta á hann sem bandamenn eins og Íraksstjórn hefur gert. "Bandaríkin eru óvinur okkar og óvinur þjóðarinnar. Við höfnum þessu bandalagi," sagði hann. Á sama tíma kölluðu aðstoðarmenn al-Sadr eftir vopnahléi. "Við skorum á ríkisstjórnina, sem hefur lýst sig fullvalda, að stöðva árásir Bandaríkjamanna," sagði Mahmoud al-Sudani talsmaður al-Sadr. Að auki var óskað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna við að binda endi á bardagana. Najaf hafði verið nokkuð friðsæl um tveggja mánaða skeið þegar bardagarnir brutust út í fyrradag. Hart var barist í borginni frá apríl fram í júní. Þá eins og nú áttust við sveitir al-Sadr og bandarískar hersveitir. Þeim bardögum lauk með vopnahléi en spennan í samskiptum Bandaríkjamanna og al-Sadr og stuðningsmanna hans hefur magnast mjög að undanförnu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira