Er ein menning betri en önnur? 16. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson trúir ekki að hægt sé að skipta tónlist í há- og lágmenninguPoppmenning hefur aldrei notið virðingar hér á landi. Ef menn svamla í henni, hvort sem það er við gerð tónlistar eða kvikmyndagerðarlistar, þurfa þeir annað hvort að sætta sig við að synda á móti straumi eða brenna út sem þrælar ölmenningarinnar.Einu sinni vann ég hjá dagblaði hér í bæ þar sem ritstjórarnir skiptu hugarfóstrum landsbúa blygðunarlaust í há- og lágmenningu. Ég áttaði mig aldrei á eftir hvaða reglustriku þeir mældu í þeim efnum, og geri ekki enn. Sérstaklega ekki þegar blaðamönnum var skipað að nú væri Björk "okkar" Guðmundsdóttir búin að sanna sig og því ætti að fjalla um hana á "menningarsíðunum" hér eftir í stað popphluta blaðsins sem hafði fylgst með ferli hennar frá upphafi. Eins og það væri einhver leið til þess að votta henni virðingu að láta menn sem fylgdust ekkert með raftónlist né poppi fjalla um afurðir hennar? Álíka jafn skynsamlegt og að láta mig skrifa um íþróttir, pólitík, bíla... já eða bara klassíska tónlist.Málið er einfalt. Eldri hluti þjóðarinnar lítur niður á popp. Eins og sú sköpun sé eitthvað ómerkilegri en sköpun þeirra sem semja fyrir hámenntaða tónlistarflytjendur. Gamla Ísland er enn við ritstjórnarvöllinn og fyrir þeim er popp eitthvað sem nýttist þeim bara þegar þá langaði að komast á séns með ömmum ykkar. Við hin vitum að popp er merkilegasta menningarafurð síðustu aldar. Eða, hvor haldið þið að muni prýða síður sögubókanna eftir 100 ár, Björk eða Atli Heimir Sveinsson? Jón Leifs eða Sigur Rós? Hvor ber hróður landsins lengra? Skilgreiningin í há- og lágmenningu eru landamæri sköpuð af fordómum og hroka. Tónlist hreyfir við fólki, eða ekki. Þá skiptir engu máli hvort hún sé popp, klassík eða kántrí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Birgir Örn Steinarsson trúir ekki að hægt sé að skipta tónlist í há- og lágmenninguPoppmenning hefur aldrei notið virðingar hér á landi. Ef menn svamla í henni, hvort sem það er við gerð tónlistar eða kvikmyndagerðarlistar, þurfa þeir annað hvort að sætta sig við að synda á móti straumi eða brenna út sem þrælar ölmenningarinnar.Einu sinni vann ég hjá dagblaði hér í bæ þar sem ritstjórarnir skiptu hugarfóstrum landsbúa blygðunarlaust í há- og lágmenningu. Ég áttaði mig aldrei á eftir hvaða reglustriku þeir mældu í þeim efnum, og geri ekki enn. Sérstaklega ekki þegar blaðamönnum var skipað að nú væri Björk "okkar" Guðmundsdóttir búin að sanna sig og því ætti að fjalla um hana á "menningarsíðunum" hér eftir í stað popphluta blaðsins sem hafði fylgst með ferli hennar frá upphafi. Eins og það væri einhver leið til þess að votta henni virðingu að láta menn sem fylgdust ekkert með raftónlist né poppi fjalla um afurðir hennar? Álíka jafn skynsamlegt og að láta mig skrifa um íþróttir, pólitík, bíla... já eða bara klassíska tónlist.Málið er einfalt. Eldri hluti þjóðarinnar lítur niður á popp. Eins og sú sköpun sé eitthvað ómerkilegri en sköpun þeirra sem semja fyrir hámenntaða tónlistarflytjendur. Gamla Ísland er enn við ritstjórnarvöllinn og fyrir þeim er popp eitthvað sem nýttist þeim bara þegar þá langaði að komast á séns með ömmum ykkar. Við hin vitum að popp er merkilegasta menningarafurð síðustu aldar. Eða, hvor haldið þið að muni prýða síður sögubókanna eftir 100 ár, Björk eða Atli Heimir Sveinsson? Jón Leifs eða Sigur Rós? Hvor ber hróður landsins lengra? Skilgreiningin í há- og lágmenningu eru landamæri sköpuð af fordómum og hroka. Tónlist hreyfir við fólki, eða ekki. Þá skiptir engu máli hvort hún sé popp, klassík eða kántrí.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun