Virkar ríkisrekið skólakerfi? 8. júlí 2004 00:01 Skiptar skoðanir - Virkar ríkisrekið skólakerfi? Katrín Jakobsdóttir Íslenskt skólakerfi er dæmi um mjög gott opinbert kerfi. Sama hvar gripiðer niður, víða má sjá starf á heimsmælikvarða. Hins vegar hafa íslenskir frjálshyggjumenn rekið stanslausan áróður undanfarin ár fyrir nauðsyn þess að hleypa einkaaðilum inn í skólakerfið og gefið um leið í skyn að opinbera kerfið sé ófullnægjandi. Það sem þeir átta sig ekki á er að í opinberu kerfi er nóg pláss fyrir faglegt frelsi og frumkvæði. Um leið er fjárhagslegur grundvöllur kerfisins stöðugur og tryggt að allir eigi aðgang að jafngildum tækifærum til menntunar. Víða um heim eru menn að átta sig á kostum opinbers skólakerfis og nú snýst t.d. skólamálaumræða í Bandaríkjunum um nauðsyn þess að efla opinbera skóla. Haldbær rök hafa hins ekki verið færð fyrir nauðsyn þess að einkavæða skólakerfið, önnur en sömu klisjurnar um "einstaklingsframtakið" og notaðar eru í öllum öðrum málum. Nefna má ýmis dæmi úr íslensku skólakerfi sem sýna framþróun og grósku.Ýmsar frumrannsóknir í Háskóla Íslands, spennandi kennslunýjungar og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur og mjög fjölbreyttar kennslustefnur í leikskólum um allt land þar sem sést kannski best hvernig faglegt frelsi blómstrar innan opinbera kerfisins.Friðbjörn Orri Ketilsson Alltaf má gott bæta en þeir sem þekkja íslenskt skólakerfi vita að það virkar. Án þess væri samfélag okkar allt annað. Það ætti vel flestum að vera ljóst af fréttaflutningi undanfarið af Háskóla Íslands að ríkisrekið skólakerfi er ekki vænlegt til árangurs. Biðlistar eru langir, nemendum er neitað um skólavist, harkalegar aðgangstakmarkanir eru viðhafðar, skorið er niður á ótrúlegustu stöðum og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi er einföld - skólakerfið er ríkisrekið. Það er eðli ríkisreksturs að einkennast af sóun og annarlegum markmiðum sem oft beinast beinlínis gegn hagsmunum nemenda. Það eru nemendur sem eru viðskiptavinir skólans og því, ef allt væri eðlilegt, ætti skólanum að vera umhugað að gera sem best við viðskiptavini sína til að tryggja að þeir haldi viðskiptum sínum áfram við skólann. Ekki þarf langa rannsókn til að sjá að þessu er öfugt farið í ríkisreknu skólakerfi. Háskólanám kostar ekki mikla peninga ef horft er til væntra tekna þeirra sem ljúka námi. Eitt ár í viðskiptafræði kostar í dag 300 þúsund á meðan eitt ár í tannlæknanámi kostar 1,7 milljón króna. Einnig skal það haft í huga að við einkavæðingu lækkar kostnaður yfirleitt verulega vegna hagkvæmari reksturs og því gætu áðurnefndar tölur lækkað talsvert. Eðlilegt er hins vegar að nemendur greiði sjálfir fyrir nám sitt þar sem það mun koma þeim sjálfum einna best í framtíðinni. Óeðlilegt er að hafnarverkamaðurinn greiði fyrir háskólagöngu forstjórasonarins. Einnig má ljóst vera að tannlæknirinn er betur í stakk búinn til að greiða fyrir nám sitt en hafnarverkamaðurinn. Þegar lánað er fyrir háskólanámi er ekki spurt um núverandi efnahag heldur væntar tekjur að námi loknu því þá hefjast endurgreiðslur, háskólanám er því öllum boðlegt þó svo að réttir aðilar beri kostnaðinn. Einkavæða ber skólakerfið svo allir fái tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir - Virkar ríkisrekið skólakerfi? Katrín Jakobsdóttir Íslenskt skólakerfi er dæmi um mjög gott opinbert kerfi. Sama hvar gripiðer niður, víða má sjá starf á heimsmælikvarða. Hins vegar hafa íslenskir frjálshyggjumenn rekið stanslausan áróður undanfarin ár fyrir nauðsyn þess að hleypa einkaaðilum inn í skólakerfið og gefið um leið í skyn að opinbera kerfið sé ófullnægjandi. Það sem þeir átta sig ekki á er að í opinberu kerfi er nóg pláss fyrir faglegt frelsi og frumkvæði. Um leið er fjárhagslegur grundvöllur kerfisins stöðugur og tryggt að allir eigi aðgang að jafngildum tækifærum til menntunar. Víða um heim eru menn að átta sig á kostum opinbers skólakerfis og nú snýst t.d. skólamálaumræða í Bandaríkjunum um nauðsyn þess að efla opinbera skóla. Haldbær rök hafa hins ekki verið færð fyrir nauðsyn þess að einkavæða skólakerfið, önnur en sömu klisjurnar um "einstaklingsframtakið" og notaðar eru í öllum öðrum málum. Nefna má ýmis dæmi úr íslensku skólakerfi sem sýna framþróun og grósku.Ýmsar frumrannsóknir í Háskóla Íslands, spennandi kennslunýjungar og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur og mjög fjölbreyttar kennslustefnur í leikskólum um allt land þar sem sést kannski best hvernig faglegt frelsi blómstrar innan opinbera kerfisins.Friðbjörn Orri Ketilsson Alltaf má gott bæta en þeir sem þekkja íslenskt skólakerfi vita að það virkar. Án þess væri samfélag okkar allt annað. Það ætti vel flestum að vera ljóst af fréttaflutningi undanfarið af Háskóla Íslands að ríkisrekið skólakerfi er ekki vænlegt til árangurs. Biðlistar eru langir, nemendum er neitað um skólavist, harkalegar aðgangstakmarkanir eru viðhafðar, skorið er niður á ótrúlegustu stöðum og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi er einföld - skólakerfið er ríkisrekið. Það er eðli ríkisreksturs að einkennast af sóun og annarlegum markmiðum sem oft beinast beinlínis gegn hagsmunum nemenda. Það eru nemendur sem eru viðskiptavinir skólans og því, ef allt væri eðlilegt, ætti skólanum að vera umhugað að gera sem best við viðskiptavini sína til að tryggja að þeir haldi viðskiptum sínum áfram við skólann. Ekki þarf langa rannsókn til að sjá að þessu er öfugt farið í ríkisreknu skólakerfi. Háskólanám kostar ekki mikla peninga ef horft er til væntra tekna þeirra sem ljúka námi. Eitt ár í viðskiptafræði kostar í dag 300 þúsund á meðan eitt ár í tannlæknanámi kostar 1,7 milljón króna. Einnig skal það haft í huga að við einkavæðingu lækkar kostnaður yfirleitt verulega vegna hagkvæmari reksturs og því gætu áðurnefndar tölur lækkað talsvert. Eðlilegt er hins vegar að nemendur greiði sjálfir fyrir nám sitt þar sem það mun koma þeim sjálfum einna best í framtíðinni. Óeðlilegt er að hafnarverkamaðurinn greiði fyrir háskólagöngu forstjórasonarins. Einnig má ljóst vera að tannlæknirinn er betur í stakk búinn til að greiða fyrir nám sitt en hafnarverkamaðurinn. Þegar lánað er fyrir háskólanámi er ekki spurt um núverandi efnahag heldur væntar tekjur að námi loknu því þá hefjast endurgreiðslur, háskólanám er því öllum boðlegt þó svo að réttir aðilar beri kostnaðinn. Einkavæða ber skólakerfið svo allir fái tækifæri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun