Gamalt ákvæði í nýju frumvarpi 6. júlí 2004 00:01 Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Þetta ákvæði var numið úr gildi að kröfu Framsóknarflokksins í fyrra frumvarpinu, milli annarar og þriðju umræðu um miðjan maí og formaður flokksins sagði að hann teldi breytingarnar til mikilla bóta. Þær sneru að tveimur atriðum, fyrirtæki máttu eiga 35 prósent í fjölmiðlafyrirtæki en hlutfallið var 25 prósent áður. Hin breytingin sem formaðurinn tiltók sem sérlega mikilvæga, var að núverandi útvarpsleyfi rynnu ekki út fyrr en eftir gildistíma sinn og aldrei fyrr en eftir tvö ár. Hann sagðist vera öruggari með frumvarpið með tilliti til stjórnarskrárinnar eftir breytingarnar. Það kemur því talsvert á óvart vegna þessarar yfirlýsingar að samkvæmt frumvarpinu núna getur útvarpsréttarnefnd afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin öðlast gildi ef markmiðum laganna um eignarhald hefur ekki verið náð fyrir þann tíma. Þótt þau séu ekki runnin út. Á móti kemur að gert er ráð fyrir aðeins lengri aðlögunartíma í nýja frumvarpinu en lögin taka ekki gildi fyrr en fyrsta september árið 2007. Kristinn H. Gunnarsson var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn fjölmiðlalögunum og hann segir að andstaða sín við þau sé óbreytt. Hann var ekki viðstaddur þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær og segist enn vera að kynna sér nýja frumvarpið og vilji ræða við formanninn og þingflokkinn á morgun áður en hann tjái sig um málið. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Þetta ákvæði var numið úr gildi að kröfu Framsóknarflokksins í fyrra frumvarpinu, milli annarar og þriðju umræðu um miðjan maí og formaður flokksins sagði að hann teldi breytingarnar til mikilla bóta. Þær sneru að tveimur atriðum, fyrirtæki máttu eiga 35 prósent í fjölmiðlafyrirtæki en hlutfallið var 25 prósent áður. Hin breytingin sem formaðurinn tiltók sem sérlega mikilvæga, var að núverandi útvarpsleyfi rynnu ekki út fyrr en eftir gildistíma sinn og aldrei fyrr en eftir tvö ár. Hann sagðist vera öruggari með frumvarpið með tilliti til stjórnarskrárinnar eftir breytingarnar. Það kemur því talsvert á óvart vegna þessarar yfirlýsingar að samkvæmt frumvarpinu núna getur útvarpsréttarnefnd afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin öðlast gildi ef markmiðum laganna um eignarhald hefur ekki verið náð fyrir þann tíma. Þótt þau séu ekki runnin út. Á móti kemur að gert er ráð fyrir aðeins lengri aðlögunartíma í nýja frumvarpinu en lögin taka ekki gildi fyrr en fyrsta september árið 2007. Kristinn H. Gunnarsson var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn fjölmiðlalögunum og hann segir að andstaða sín við þau sé óbreytt. Hann var ekki viðstaddur þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær og segist enn vera að kynna sér nýja frumvarpið og vilji ræða við formanninn og þingflokkinn á morgun áður en hann tjái sig um málið.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels