Kerry heimsækir landsbyggðina 2. júlí 2004 00:01 Atkvæði í sveitum og minni bæjum kunna að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Þar vann George Bush stórsigur fyrir fjórum árum og John Kerry mun leggja höfuðáherslu á að ná til landsbyggðarfólks í kosningabaráttu sinni nú. John Kerry leggur í dag af stað í eina af fjölmörgum heimsóknum sínum til landsbyggðarkjördæma þar sem hann ætlar að sannfæra fólkið um að hann sé einn af þeim og landsbyggðin skipti hann miklu máli.. Verkefni Kerrys gæti átt eftir að reynast erfitt þar sem yfirbragð hans sem frjálslynds yfirstéttarmanns úr austrinu fellur landsbyggðarfólki ekki vel í geð. Kerry mun á næstu vikum snæða „barbeque“-grillmat með fólkinu í Iowa, hlusta á bændur í Bloomer og jafnvel skjóta af byssu í Missisippi. En skoðanir Kerrys á skotvopnum eru að mati repúblíkana einmitt ein af lykilástæðum þess að fólkið í sveitum landsins ætti ekki að kjósa hann. Þessu mótmæla talsmenn Kerrys, sem segja hann vera veiðimann mikinn, þrátt fyrir að hann vilji setja öryggið á oddinn þegar kemur að skotvopnaeign. Þeir telja stöðuna í Írak og slælegt efnahagsástand í Bandaríkjunum gefa kjósendum til sveita ástæðu til að velja Kerry. Repúblíkanar ætla að verja landsbyggðaratkvæðin með kjafti og klóm og í gær fór af stað herferð af þeirra hálfu með yfirskriftinni: „Tíu helstu ástæður þess að John Kerry er rangur kostur fyrir landsbyggðarfólk.“ Ljóst er að George Bush verður að sigra í landsbyggðarkjördæmum ætli hann sér að ná endurkjöri enda eiga demókratar jafnan góða tíð í vændum takist þeim að sækja upp undir helming þessara atkvæða. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Atkvæði í sveitum og minni bæjum kunna að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Þar vann George Bush stórsigur fyrir fjórum árum og John Kerry mun leggja höfuðáherslu á að ná til landsbyggðarfólks í kosningabaráttu sinni nú. John Kerry leggur í dag af stað í eina af fjölmörgum heimsóknum sínum til landsbyggðarkjördæma þar sem hann ætlar að sannfæra fólkið um að hann sé einn af þeim og landsbyggðin skipti hann miklu máli.. Verkefni Kerrys gæti átt eftir að reynast erfitt þar sem yfirbragð hans sem frjálslynds yfirstéttarmanns úr austrinu fellur landsbyggðarfólki ekki vel í geð. Kerry mun á næstu vikum snæða „barbeque“-grillmat með fólkinu í Iowa, hlusta á bændur í Bloomer og jafnvel skjóta af byssu í Missisippi. En skoðanir Kerrys á skotvopnum eru að mati repúblíkana einmitt ein af lykilástæðum þess að fólkið í sveitum landsins ætti ekki að kjósa hann. Þessu mótmæla talsmenn Kerrys, sem segja hann vera veiðimann mikinn, þrátt fyrir að hann vilji setja öryggið á oddinn þegar kemur að skotvopnaeign. Þeir telja stöðuna í Írak og slælegt efnahagsástand í Bandaríkjunum gefa kjósendum til sveita ástæðu til að velja Kerry. Repúblíkanar ætla að verja landsbyggðaratkvæðin með kjafti og klóm og í gær fór af stað herferð af þeirra hálfu með yfirskriftinni: „Tíu helstu ástæður þess að John Kerry er rangur kostur fyrir landsbyggðarfólk.“ Ljóst er að George Bush verður að sigra í landsbyggðarkjördæmum ætli hann sér að ná endurkjöri enda eiga demókratar jafnan góða tíð í vændum takist þeim að sækja upp undir helming þessara atkvæða.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira