Launamunur kynjanna 2. júlí 2004 00:01 SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjannaKatrín Jakobsdóttir:Er eðlilegt að annað kynið fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi.Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að konur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að meðaltali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sambærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun.Þetta er ekki eðlilegt og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að "sækja sér hærri laun". Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þessum efnum sem og ýmsar "leikreglur" markaðarins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu.Konur þurfa auðvitað að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. Atvinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvægari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun.Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hinum megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni efast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rökstuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki.Friðbjörn Orri Ketilsson:Mikilvægt er að horfa á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþegans er að ráðstafa sér til vinnu er helgur.Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráðstöfun hennar á eigin verðmætum að ræða.Besta nálgun þess að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigrað hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lögsóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins.Sé raunin sú að konur hafi lægri laun er karlar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna möguleika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagnsflutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjármögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfunartekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjannaKatrín Jakobsdóttir:Er eðlilegt að annað kynið fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi.Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að konur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að meðaltali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sambærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun.Þetta er ekki eðlilegt og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að "sækja sér hærri laun". Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þessum efnum sem og ýmsar "leikreglur" markaðarins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu.Konur þurfa auðvitað að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. Atvinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvægari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun.Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hinum megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni efast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rökstuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki.Friðbjörn Orri Ketilsson:Mikilvægt er að horfa á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþegans er að ráðstafa sér til vinnu er helgur.Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráðstöfun hennar á eigin verðmætum að ræða.Besta nálgun þess að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigrað hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lögsóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins.Sé raunin sú að konur hafi lægri laun er karlar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna möguleika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagnsflutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjármögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfunartekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun