Besta fjárfestingin 29. júní 2004 00:01 Jóhanna Jónas fjárfesti í sjálfri sér fyrir átján árum og hefur aldrei iðrast þess. "Besta fjárfestingin sem ég hef gert var leiklistarnámið sem ég fór í til Bandaríkjanna. Skólinn hét School for the Arts at Boston University og það var blómsturupplifun að vera í þessum skóla í fjögur ár. Námið umbreytti mér bókstaflega og það myndaðist alveg splunkuný manneskja. Skólagjöldin voru svakalega há en ég fékk styrk frá skólanum og tók svo námslán sem ég er enn að borga og verð alla ævi. En ég borga af þeim með glöðu geði því þessi menntun er mér svo dýrmæt. Ég fékk alls konar skemmtilega vinnu í framhaldi af náminu, lék í sápuóperu í Ameríku og á sviði í New York og Los Angeles og svo hef ég fengið fjöldann allan af spennandi verkefnum hér á Íslandi eftir að ég kom heim. Ég er til dæmis núna að leika í söngleiknum Á framabraut en skólinn þar er ekki ólíkur skólanum sem ég fór í. Ég leik skólastýruna svo það er hægt að segja að ég sé komin í hring á vissan hátt. Fjárfestingin hefur ekki bara skilað sér í veraldlegum hlutum heldur í ótrúlegum þroska og lífsreynslu, því dýrmætasta sem ég á." Fjármál Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jóhanna Jónas fjárfesti í sjálfri sér fyrir átján árum og hefur aldrei iðrast þess. "Besta fjárfestingin sem ég hef gert var leiklistarnámið sem ég fór í til Bandaríkjanna. Skólinn hét School for the Arts at Boston University og það var blómsturupplifun að vera í þessum skóla í fjögur ár. Námið umbreytti mér bókstaflega og það myndaðist alveg splunkuný manneskja. Skólagjöldin voru svakalega há en ég fékk styrk frá skólanum og tók svo námslán sem ég er enn að borga og verð alla ævi. En ég borga af þeim með glöðu geði því þessi menntun er mér svo dýrmæt. Ég fékk alls konar skemmtilega vinnu í framhaldi af náminu, lék í sápuóperu í Ameríku og á sviði í New York og Los Angeles og svo hef ég fengið fjöldann allan af spennandi verkefnum hér á Íslandi eftir að ég kom heim. Ég er til dæmis núna að leika í söngleiknum Á framabraut en skólinn þar er ekki ólíkur skólanum sem ég fór í. Ég leik skólastýruna svo það er hægt að segja að ég sé komin í hring á vissan hátt. Fjárfestingin hefur ekki bara skilað sér í veraldlegum hlutum heldur í ótrúlegum þroska og lífsreynslu, því dýrmætasta sem ég á."
Fjármál Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira