Orsakar tækni tepruskap? 28. júní 2004 00:01 Stuð milli stríða Smári Jósepsson veltir fyrir sér áhrifum tækninnar á mannlegt eðli. Tók nýlega rölt með góðum vini sem er töluvert meira þenkjandi en ég, enda flestum mönnum reyndari. Alltaf gaman að viðra sig og hugsa um djúp hugðarefni meistarans. "Ættum að gera þetta oftar," hugsaði ég með mér. Svona göngutúr jafngildir nokkrum mánuðum af lífi. Strákurinn vildi meina að manneskjan yrði ónýtari með hverju árinu og var alveg sótillur yfir framvindu mála. Hann hafði á orði að því meira sem við reiðum okkur á tæknina, því minna treystum við á okkur sjálf. "Forfeður okkar myndu fussa og sveia yfir tepruskapnum sem er við lýði í dag," staðhæfði hann ennfremur. Þetta kom huganum vel af stað. Er lífsnauðsynlegt að vera með farsíma, bíl, tölvupóst, örbylgjuofn, ferðageislaspilara, leikjatölvu, internetið, dvd og sjónvarp svo eitthvað sé nefnt? Erum við að láta hafa okkur að fíflum með að stökkva á allt sem er matað ofan í okkur ótt og títt? Ég hugsaði þetta um stund út frá sjálfum mér og hvort breytinga væri þörf. Af virðingu við umhverfið mætti ég alveg slökkva á farsímanum. Horfi afskaplega lítið á sjónvarp, merkilegt nokk. Slapp fyrir horn hvað tölvuleikjaæðið varðar, of mikill útivistamaður til að smitast af því áhugamáli. Engin er bifreiðin og það orsakar töluvert labb, sem er mjög gott mál. Internetið nýtist vel í vinnunni og í samskiptum við vini sem dvelja erlendis en lítið notað að óþörfu. Burtséð frá því hversu mikið einhver nýjung er auglýst, þá gleypi ég ekki við henni án þess að kynna mér málið. Ætti maður að vera ánægður með að vera ekki tæknisinnaðri en raun ber vitni? Eða er maður að hellast úr lestinni? Er enn að reyna að komast að niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Stuð milli stríða Smári Jósepsson veltir fyrir sér áhrifum tækninnar á mannlegt eðli. Tók nýlega rölt með góðum vini sem er töluvert meira þenkjandi en ég, enda flestum mönnum reyndari. Alltaf gaman að viðra sig og hugsa um djúp hugðarefni meistarans. "Ættum að gera þetta oftar," hugsaði ég með mér. Svona göngutúr jafngildir nokkrum mánuðum af lífi. Strákurinn vildi meina að manneskjan yrði ónýtari með hverju árinu og var alveg sótillur yfir framvindu mála. Hann hafði á orði að því meira sem við reiðum okkur á tæknina, því minna treystum við á okkur sjálf. "Forfeður okkar myndu fussa og sveia yfir tepruskapnum sem er við lýði í dag," staðhæfði hann ennfremur. Þetta kom huganum vel af stað. Er lífsnauðsynlegt að vera með farsíma, bíl, tölvupóst, örbylgjuofn, ferðageislaspilara, leikjatölvu, internetið, dvd og sjónvarp svo eitthvað sé nefnt? Erum við að láta hafa okkur að fíflum með að stökkva á allt sem er matað ofan í okkur ótt og títt? Ég hugsaði þetta um stund út frá sjálfum mér og hvort breytinga væri þörf. Af virðingu við umhverfið mætti ég alveg slökkva á farsímanum. Horfi afskaplega lítið á sjónvarp, merkilegt nokk. Slapp fyrir horn hvað tölvuleikjaæðið varðar, of mikill útivistamaður til að smitast af því áhugamáli. Engin er bifreiðin og það orsakar töluvert labb, sem er mjög gott mál. Internetið nýtist vel í vinnunni og í samskiptum við vini sem dvelja erlendis en lítið notað að óþörfu. Burtséð frá því hversu mikið einhver nýjung er auglýst, þá gleypi ég ekki við henni án þess að kynna mér málið. Ætti maður að vera ánægður með að vera ekki tæknisinnaðri en raun ber vitni? Eða er maður að hellast úr lestinni? Er enn að reyna að komast að niðurstöðu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun