Hrærður yfir stuðningnum 27. júní 2004 00:01 "Ég er djúpt snortinn og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem þessi úrslit fela í sér," segir Ólafur Ragnar Grímsson um endurkjör sitt til embættis forseta. Ólafur segir að ef miðað sé við þá sem tóku afstöðu séu úrslitin það afgerandi "að fáir þjóðhöfðingjar í lýðræðisríkjum geta látið sig dreyma um slíkan stuðning," Hann telur að jafnvel þótt auðu seðlarnir séu teknir með í reikninginn sé stuðningurinn meiri en hann átti von á. "Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgunblaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag ber með sér og það hefur verið með látlausan áróður gegn mér bæði í leiðurum og greinum. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil uppskera miðað við það sem á undan hefur gengið og miðað við stærstu stjórnmálaflokka landsins." Ólafur Ragnar telur þó ekki að kosningarnar hafi verið pólitískar nema að litlu leyti og segist enn líta á sig og forsetaembættið sem sameiningartákn. "Það að vera sameiningartákn hefur aldrei falið í sér að allir væru alltaf sáttir við forsetann og störf hans. Það er ósköð eðlilegt því forsetinn á ekki að vera helgimynd." Kosningaþátttaka var mjög dræm en Ólafur segir að það hafi mátt búast við því ef miðað sé við kosningarnar 1988 og þróun kjörsóknar bæði hér á landi og erlendis. "Ég held að kannanir sem áttu að benda til annars hafi verið mistúlkaðar." Ólafur segir að ef einhverja ályktun sé hægt að draga af þessum kosningum sé það að ákvörðun hans að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi ekki valdið því írafári sem haldið hafi verið fram. "Ég vissi þegar ég ákvað að beita málskotsréttinum að það yrði umdeild ákvörðun og ýmsir áhrifaríkir aðilar myndu beita sér gegn þeirri ákvörðun. Þessi úrslit sýna að þjóðin fór ekki á hvolf út af ákvörðun minnni og er í ágætu andlegu jafnvægi og ber traust til forsetaembættisins." Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
"Ég er djúpt snortinn og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem þessi úrslit fela í sér," segir Ólafur Ragnar Grímsson um endurkjör sitt til embættis forseta. Ólafur segir að ef miðað sé við þá sem tóku afstöðu séu úrslitin það afgerandi "að fáir þjóðhöfðingjar í lýðræðisríkjum geta látið sig dreyma um slíkan stuðning," Hann telur að jafnvel þótt auðu seðlarnir séu teknir með í reikninginn sé stuðningurinn meiri en hann átti von á. "Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgunblaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag ber með sér og það hefur verið með látlausan áróður gegn mér bæði í leiðurum og greinum. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil uppskera miðað við það sem á undan hefur gengið og miðað við stærstu stjórnmálaflokka landsins." Ólafur Ragnar telur þó ekki að kosningarnar hafi verið pólitískar nema að litlu leyti og segist enn líta á sig og forsetaembættið sem sameiningartákn. "Það að vera sameiningartákn hefur aldrei falið í sér að allir væru alltaf sáttir við forsetann og störf hans. Það er ósköð eðlilegt því forsetinn á ekki að vera helgimynd." Kosningaþátttaka var mjög dræm en Ólafur segir að það hafi mátt búast við því ef miðað sé við kosningarnar 1988 og þróun kjörsóknar bæði hér á landi og erlendis. "Ég held að kannanir sem áttu að benda til annars hafi verið mistúlkaðar." Ólafur segir að ef einhverja ályktun sé hægt að draga af þessum kosningum sé það að ákvörðun hans að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi ekki valdið því írafári sem haldið hafi verið fram. "Ég vissi þegar ég ákvað að beita málskotsréttinum að það yrði umdeild ákvörðun og ýmsir áhrifaríkir aðilar myndu beita sér gegn þeirri ákvörðun. Þessi úrslit sýna að þjóðin fór ekki á hvolf út af ákvörðun minnni og er í ágætu andlegu jafnvægi og ber traust til forsetaembættisins."
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira