Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna 21. júní 2004 00:01 Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu. Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf þeirra í framtíðinni og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökklast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og valdníðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðlafrumvarpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Um algera samstöðu var að ræða hvort sem um efni frumvarpsins var að ræða eða gagnrýni á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Eins og vel hefur komið fram stafaði hin mikla andstaða við fjölmiðlafrumvarpið ekki aðeins af andstöðu við efni frumvarpsins heldur einnig af óánægju með það offors er einkenndi alla stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu. Forsætisráðherra ákvað að flytja frumvarp, sem beindist gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norðurljósum og svo virtist sem hann flytti frumvarpið vegna þess að honum væri í nöp við aðaleigendur Norðurljósa, þ.e. Baug. Þessi málatilbúnaður gekk fram af öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir töldu að ekki ætti að setja lög á eitt fyrirtæki. Og þeir voru þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn mættu ekki láta andstöðu sína við einstaka menn ráða gerðum sínum. Undrun vakti að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsókn, skyldi taka undir öll sjónarmið forsætisráðherra í andstöðu hans við Norðurljós. Vonandi verður hin mikla og góða samstaða stjórnarandstöðuflokkanna til þess að treysta samstarf þeirra í framtíðinni og auðvelda þeim að taka við völdum í landinu þegar ríkisstjórnin hrökklast frá. Þess verður vart að brestir eru komnir í stjórnarsamstarfið. Einn þingmanna Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, treysti sér ekki til þess að styðja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann greiddi atkvæði á móti því. Annar þingmaður Framsóknar, Jónína Bjartmars, treysti sér heldur ekki til þess að styðja frumvarpið. Hún sat hjá. Telja má víst að einhverjir af hinum þingmönnum Framsóknar hafi einungis stutt frumvarpið af greiðasemi við foringjann til þess að hann missti ekki af forsætisráðherrastólnum. Nokkur ólga er nú í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn ætlar að afhenda Framsókn stól forsætisráðherra 15.september nk. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af því að Davíð Oddsson láti af starfi forsætisráðherra og víki fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Hvort upp úr sýður er enn óvíst, en það kraumar undir. Yfirgangur, valdhroki og valdníðsla hefur einkennt stjórnarstörf valdstjórnarinnar undanfarið. Fólk er búið að fá nóg og þess vegna sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti er andvígur fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Hin mikla gjá milli þings og þjóðar í því máli var ein helsta ástæða þess, að forseti Íslands neitaði að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið með undirskrift sinni. Hann vísaði frumvarpinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þess er að vænta, að þjóðin hafni fjölmiðlafrumvarpinu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar