Aukinn kraftur í jafnréttisumræðu Dagur B. Eggertsson skrifar 18. júní 2004 00:01 Það þarf nýtt blóð í jafnréttisbaráttuna. Nýjar raddir og aukinn kraft. Sú þróun er þegar hafin. Þegar skyggnst er yfir sviðið á kvenréttindadeginum 19. júní verður að minnsta kosti ekki betur séð en að jafnréttisumræðan sé að glæðast og ganga í endurnýjun lífdaga. Á vettvangi jafnréttisráðs hefur karlanefnd opnað nýjar víddir. Bríet, félag ungra feminista, skapaði ungum og kraftmiklum röddum vettvang og hið nýstofnaða Feministafélag hefur verið spriklandi af lífi. Síðast en ekki síst hefur Háskóli Íslands brotið blað með því að fela jafnréttisnefnd skólans að sinna stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneiðra samhliða hefðbundnari áherslum í jafnréttismálum. Frumkvæði Háskólans er lofsvert. Margt bendir til þess að mikilvægustu verkefni næstu ára á jafnréttissviðinu séu meðal annars þau sem tengjast aðstæðum þeirra sem talist geta til jaðarhópa í samfélaginu. Þetta má rökstyðja með vísan til ótal rannsókna. Konur sem standa höllustum fæti eru oftar en ekki þær sem jafnframt tilheyra jaðarhópum í samfélaginu. Staða þeirra er þar með eitt brýnasta verkefnið á jafnréttissviðinu. Nauðsyn samspils jafnréttis og mannréttinda styðst þó við enn frekari rök. Vandamál og verkefni á hinu breiða sviði mannréttinda eru náskyld jafnréttisbaráttu undangenginna áratuga. Lausnirnar ekki síður. Augljóst er að mannréttindabaráttan á breiðum grunni getur lært margt úr sögu jafnréttisbaráttunnar. Það þarf ekki að koma á óvart heldur undirstrikar að jafnréttisbarátta er mannréttindabarátta. Kjarninn í henni er barátta gegn mismunun. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar hefur staðið fyrir umræðu um dýpkun jafnréttishugtaksins þar sem í forgrunni hefur verið hvort skynsamlegt sé að ábyrgð á stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneigðra eigi að bætast við verkefni nefndarinnar. Unnin hefur verið rannsókn á viðhorfum grasrótarsamtaka til spurningarinnar og haldnar tvær ráðstefnur með þátttöku erlendra sérfræðinga. Undirtekir hafa verið jákvæðar. Umræðan innan Reykjavíkurborgar endurspeglar þá skoðun að árangur jafnréttisbaráttunnar á Íslandi hafi haldist í hendur við að jafnréttismálum hafi verið ætlaður verðugur staður í stjórnkerfinu. Í samanburðinum blasir við hversu munaðarlaus hin breiða mannréttindabarátta er. Enginn dagur er líklega betri til að hefja umræðu um hvort efla eigi Jafnréttisstofu og víkka verksvið hennar ekki síður en jafnréttisnefnda sveitarstjórna. Jafnrétti eru mannréttindi. Gleðilegan 19. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það þarf nýtt blóð í jafnréttisbaráttuna. Nýjar raddir og aukinn kraft. Sú þróun er þegar hafin. Þegar skyggnst er yfir sviðið á kvenréttindadeginum 19. júní verður að minnsta kosti ekki betur séð en að jafnréttisumræðan sé að glæðast og ganga í endurnýjun lífdaga. Á vettvangi jafnréttisráðs hefur karlanefnd opnað nýjar víddir. Bríet, félag ungra feminista, skapaði ungum og kraftmiklum röddum vettvang og hið nýstofnaða Feministafélag hefur verið spriklandi af lífi. Síðast en ekki síst hefur Háskóli Íslands brotið blað með því að fela jafnréttisnefnd skólans að sinna stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneiðra samhliða hefðbundnari áherslum í jafnréttismálum. Frumkvæði Háskólans er lofsvert. Margt bendir til þess að mikilvægustu verkefni næstu ára á jafnréttissviðinu séu meðal annars þau sem tengjast aðstæðum þeirra sem talist geta til jaðarhópa í samfélaginu. Þetta má rökstyðja með vísan til ótal rannsókna. Konur sem standa höllustum fæti eru oftar en ekki þær sem jafnframt tilheyra jaðarhópum í samfélaginu. Staða þeirra er þar með eitt brýnasta verkefnið á jafnréttissviðinu. Nauðsyn samspils jafnréttis og mannréttinda styðst þó við enn frekari rök. Vandamál og verkefni á hinu breiða sviði mannréttinda eru náskyld jafnréttisbaráttu undangenginna áratuga. Lausnirnar ekki síður. Augljóst er að mannréttindabaráttan á breiðum grunni getur lært margt úr sögu jafnréttisbaráttunnar. Það þarf ekki að koma á óvart heldur undirstrikar að jafnréttisbarátta er mannréttindabarátta. Kjarninn í henni er barátta gegn mismunun. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar hefur staðið fyrir umræðu um dýpkun jafnréttishugtaksins þar sem í forgrunni hefur verið hvort skynsamlegt sé að ábyrgð á stefnumótun í málefnum útlendinga, fatlaðra og samkynhneigðra eigi að bætast við verkefni nefndarinnar. Unnin hefur verið rannsókn á viðhorfum grasrótarsamtaka til spurningarinnar og haldnar tvær ráðstefnur með þátttöku erlendra sérfræðinga. Undirtekir hafa verið jákvæðar. Umræðan innan Reykjavíkurborgar endurspeglar þá skoðun að árangur jafnréttisbaráttunnar á Íslandi hafi haldist í hendur við að jafnréttismálum hafi verið ætlaður verðugur staður í stjórnkerfinu. Í samanburðinum blasir við hversu munaðarlaus hin breiða mannréttindabarátta er. Enginn dagur er líklega betri til að hefja umræðu um hvort efla eigi Jafnréttisstofu og víkka verksvið hennar ekki síður en jafnréttisnefnda sveitarstjórna. Jafnrétti eru mannréttindi. Gleðilegan 19. júní.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun