Innlent

„Skoðun mín skiptir ekki máli“

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir skoðun sína varðandi bókun 35 ekki skipta máli þegar búið verður að innleiða hana með lögum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks þráspurði hann út í afstöðu hans gagnvart málinu en hann hefur ítrekað lýst því yfir að innleiðing bókunar 35 yrði stjórnarskrárbrot.

Innlent

Nýtt Lækjar­torg á ís þar til flóðamat liggur fyrir

Forhönnun er lokið vegna breytinga sem fyrirhugaðar eru á Lækjartorgi í Reykjavík. Ekki er þó hægt að halda áfram með næsta skref sem er verkhönnun á meðan beðið er eftir flóðamati frá Veitum. Málið er enn í vinnslu hjá Veitum þar sem útboðsgögn eru í undirbúningi og óljóst hvenær verkefninu lýkur.

Innlent

Hegðun Helga kunni að skýra skort á sím­tölum

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir alrangt að hótanir í garð fyrrverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans hafi ekki verið teknar alvarlega. Hún geti ekki svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins, en geti sér til um það að framkoma hans og ummæli sem hann hefur látið falla kunni að skýra hvers vegna hann hafi ekki fengið símtöl frá fyrrum samstarfsfólki sínu eftir að hann lét af störfum.

Innlent

Enska verði orðin ráðandi í at­vinnu­lífi um miðja öld

Prófessor í íslenskri málfræði segir stjórnvöld verða að auka fjárframlög til íslenskukennslu, en ekki draga úr þeim líkt og stefnt sé að. Það sé raunhæfur möguleiki að enska verði orðið aðalsamskiptamál í íslensku atvinnulífi innan fárra áratuga.

Innlent

Hafnar full­yrðingum þing­manns um inn­rætingu

Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum.

Innlent

Skorar á Ingu Sæ­land að taka slaginn

Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson segir reynt að fæla fólk frá því að sækja um. Aðstandendur séu settir í þá stöðu að fórna sér fyrir ástvini og endi jafnvel sjálfir á örorku og brotnir.

Innlent

Borgin leggur bíl­stjórum línurnar

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um sérákvæði um umferð, þess efnis að þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði, skuli ökutækjum lagt innan afmörkunar. Með því er Bílastæðasjóði veitt heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða.

Innlent

Hélt ræðu gráti nær

Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni.

Innlent

Gripnir glóðvolgir með ís­lensk lundaegg í Hollandi

Starfsfólki dýragarðins Blijdorp í Rotterdam hefur tekist að bjarga meirihluta lunda­eggja sem fundust í farangri þriggja Þjóðverja á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í júní. Eggin voru alls 51 og með snörum handtökum klöktust út 42 ungar.

Innlent

Að­ferðum svipi til þeirra hjá Quang Le

Sérfræðingur hjá ASÍ segir ljóst að rekstraraðilar naglastofa nýti sér glufu í kerfinu til að brjóta á réttindum fólks sem kemur hingað til lands til að starfa. Margt við starfsemina minni á starfshætti Quangs Lé sem lögregla hefur haft til rannsóknar í þrjú ár.

Innlent

Hyggst leggja af jafnlaunavottun í nú­verandi mynd

Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar.

Innlent

Fram­kvæmdum að ljúka á gatna­mótum sem gera Ár­bæinga grá­hærða

Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur.

Innlent

Bein út­sending: Jarð­hiti jafnar leikinn

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður með sérstaka jarðhitakynning vegna átaksins Jarðhiti jafnar leikinn klukkan 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni i beinu streymi.

Innlent