Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. Viðskipti innlent 24.9.2025 11:50
Rúna nýr innkaupastjóri Banana Rúna Sigurðardóttir hefur verið ráðin innkaupastjóri Banana, dótturfélags Haga hf. og hefur þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 24.9.2025 09:53
Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Eldar Ástþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Faxaflóahafna en þangað fór hann frá CCP. Þar starfaði Eldar að kynningar- og markaðsmálum í yfir áratug og síðustu ár sem aðal vörumerkjastjóri. Hann hefur þar að auki leitt markaðs- og kynningarstörf hjá Iceland Airwavex, nýsköpunarfyrirtækinu Gogoyoko og Forlaginu. Viðskipti innlent 24.9.2025 09:34
Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent 24.9.2025 08:55
Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent 24.9.2025 08:32
Guðrún til Landsbankans Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 23.9.2025 12:37
Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? Viðskipti innlent 23.9.2025 07:02
„Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Eigendur fyrirtækja eru að drukkna í beiðnum frá fólki sem vill fá allt fyrir ekkert að sögn verslunareiganda. Ákveðin betlmenning hafi hreiðrar um sig sem alltof mikill tími fari í að sinna. Viðskipti innlent 22.9.2025 21:13
Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. Viðskipti innlent 22.9.2025 15:50
Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Meirihluti félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup fyrir samtökin, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Viðskipti innlent 22.9.2025 14:30
Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Advania hefur ráðið Daníel Sigurð Eðvaldsson í stöðu tækni- og þjónustustjóra. Viðskipti innlent 22.9.2025 11:18
Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu IT-Säkerhetsbolaget, sem sagt er eitt traustasta netöryggisfyrirtæki Svíþjóðar. Kaupin eiga að styðja við vöxt Syndis og aukna eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins á Norðurlöndum. Viðskipti innlent 22.9.2025 11:13
Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til starfa hjá Símanum. Hjörtur Þór Steindórsson tekur við starfi fjármálastjóra fyrirtækisins og þá hefur Sæunn Björk Þorkelsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Viðskipti innlent 22.9.2025 09:42
Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Jóhann Páll Jóhannsson, loftslags-, orku- og umhverfisráðherra, hefur dregið til baka þátttöku sína á haustfundi SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, í ljósi áskorunar stéttarfélagsins Eflingar frá því í gær þar sem þau hvöttu ráðherrann til að mæta ekki. Viðskipti innlent 20.9.2025 14:13
Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að heimavöllur handboltaliðs Aftureldingar yrði merktur með nafninu Myntkaupshöllin næstu þrjú árin. Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs bæjarins taldi samstarfið styrkja ímynd handknattleiksdeildarinnar. Viðskipti innlent 19.9.2025 15:27
Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Emmessís hefur ráðið Ara Friðfinnsson sem markaðsstjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 19.9.2025 11:35
Hörður og Svala endurvekja Macland Hörður Ágústsson, stofnandi Macland, segir fyrirtækið komið aftur í sínar hendur þremur árum eftir að hann hætti öllum afskiptum af því. „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg. Í hvaða formi og hvenær er enn óljóst,“ segir hann jafnframt. Viðskipti innlent 19.9.2025 10:54
Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Krónan hyggst opna verslun að Hafnarbraut 60 á Höfn í Hornafirði árið 2026 í nýju verslunarhúsnæði. Stefnt er að opnun verslunarinnar, sem verður um 1500 fermetrar að stærð, fyrir næsta sumar eða í síðasta lagi um haustið. Viðskipti innlent 19.9.2025 08:25
Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Ferðaþjónustufyrirtækið Icelandia hefur keypt Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi og verður húsnæðið nýtt fyrir norðurljósaferðir. Framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið síðustu daga. Viðskipti innlent 19.9.2025 08:03
Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Stjórn félags eldri borgara á Selfossi tók í dag fyrstu skóflustunguna að fimm þúsund fermetra uppbyggingu við miðbæinn á Selfossi. Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Fyrirmynd húsanna sem byggð verða eru hús sem áður voru í miðborg Reykjavíkur. Viðskipti innlent 18.9.2025 14:45
Arnar og Aron Elí til Reita Arnar Skjaldarson og Aron Elí Sævarsson hafa verið ráðnir til þróunarsviðs hjá Reitum fasteignafélagi. Viðskipti innlent 18.9.2025 13:57
Eftirlitið veður í Veðurstofuna Samkeppniseftirlitið hefur sent Veðurstofu Íslands erindi þar sem brýnt er fyrir Veðurstofunni að halda samkeppnisrekstri stofnunarinnar rækilega aðskildum frá annarri starfsemi og birta upplýsingar um aðskilnaðinn opinberlega. Viðskipti innlent 18.9.2025 11:25
Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti innlent 18.9.2025 10:59
Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskiptaráð segir að olíuleit á Drekasvæðinu geti skilað gífurlegum verðmætum ef olía finnst á svæðinu. Óháð því hvort olía finnst í vinnanlegu magni geti leitin skilað tekjum í ríkissjóð fyrir leyfisgjöld sérleyfishafa. Gert er ráð fyrir í útreikningum Viðskiptaráðs að vinnsla olíu geti hafist eftir 16 til 18 ár, það er 2041-2043. Viðskipti innlent 18.9.2025 06:00
Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Sex manna fjölskylda sem fékk samþykkt kauptilboð í húsnæði í apríl er orðin langþreytt á sölukeðjum sem ítrekað slitna. Ástandið myndi batna talsvert ef fólk sem hyggur á kauptilboð hefði greiðslumatið til reiðu og lánsloforð frá bankanum. Viðskipti innlent 18.9.2025 06:00
Vara við díoxíni í Landnámseggjum Matvælastofnun varar við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. með best fyrir dagsetningu 7. október 2025. Í reglubundu eftirliti fannst of mikið magn að díoxíni vegna mengunar í jarðvegi. Viðskipti innlent 17.9.2025 15:40