Skoðun

Tíma­bært að koma böndum á gjald­skyldu­frum­skóginn

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Stöðum þar sem innheimt eru bílastæðagjöld hefur fjölgað ört undanfarin ár. Samhliða hefur þeim fyrirtækjum fjölgað sem bjóða upp á tæknilegar lausnir og þjónustu við gjaldtökuna og á sama tíma höfum við ítrekað heyrt frá neytendum sem kvarta yfir viðskiptaháttum á gjaldskyldum bílastæðum, skorti á upplýsingum, merkingum og handahófskenndri framkvæmd.

Skoðun

Upp­gjöf í barnamálum

Bozena Raczkowska skrifar

Það er ljóst að breytingar í leikskólakerfinu eru óumflýjanlegar. En áður en rætt er um gjaldskrár, opnunartíma eða skipulagsbreytingar þurfum við að staldra við og spyrja okkur: Hvert erum við eiginlega að stefna sem samfélag?

Skoðun

Að óttast að það verði sem orðið er

Helga Þórólfsdóttir skrifar

Sagt hefur verið að það sem við óttumst mest hafi nú þegar gerst. Það má túlka þessa setningu á marga vegu, en þessa dagana hefur hún komið upp í hugann í tengslum við umræðuna um yfirlýst áform ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að yfirtaka Grænland.

Skoðun

Börnin okkar eiga betra skilið en ó­kunnugar af­leysingar

Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar

Mannekluvandi leikskóla Reykjavíkurborgar hefur nú verið viðvarandi í fjölda ára. Viðbrögð borgarinnar við vandanum eru afskaplega aum en innan borgarinnar er starfandi svokölluð afleysingastofa með starfsfólk sem stekkur inn í þau störf sem þarf að leysa.

Skoðun

Að nýta at­vinnu­stefnu til að móta hag­vöxt

Mariana Mazzucato skrifar

Evrópa stendur á tímamótum í efnahagsmálum. Sú skipan sem mótaði fjóra áratugi alþjóðaviðskipta og fjárfestinga eftir lok kalda stríðsins er að riðlast. Bandaríkin, sem áður voru helsti málsvari svokallaðra frjálsra markaða, hörfa nú inn í verndarhyggju, beita tollum sem pólitísku vopni og krefjast þess að bandamenn velji sér lið.

Skoðun

Villi er allt sem þarf

Birgir Liljar Soltani skrifar

Fram undan er mikilvægt prófkjör í Reykjanesbæ þar sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan oddvita, leiðtoga sem á að leiða flokkinn og bæinn inn í framtíðina. Fyrir mig sem ungan mann í Reykjanesbæ er valið skýrt: Ég kýs Vilhjálm Árnason til að leiða okkur sem bæjarstjóri inn í nýja tíma.

Skoðun

Börnin borga verðið þegar kerfið bregst

Svava Björg Mörk skrifar

Fréttir af því að skerða eigi þjónustu við öll börn í leikskólanum Funaborg í Grafarvogi um 30% vegna manneklu ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá okkur öllum.

Skoðun

At­vinnu­þátt­taka eldra fólks og sjálfbærni

Halldór S. Guðmundsson og Kolbeinn H. Stefánsson skrifa

Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum.

Skoðun

Manna­sættir

Teitur Atlason skrifar

Það var sagt um Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra að hann væri „mannasættir.“ Þetta þykir mér fallega sagt. Í rauninni má segja að betri ummæli um stjórnmálamann séu vandfundinn. Í orðinu fellst nefnilega kjarninn lýðræðisfyrirkomulaginu sem okkur öllum er svo kært.

Skoðun

ESB og Kvótahopp

Eggert Sigurbergsson skrifar

Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu strandar oftast á einu stóru atriði: Sjávarútveginum. Þótt margt sé rætt um fiskveiðistjórnunarkerfið sjálft, er það hugtakið kvótahopp (e. quota hopping) sem stendur eftir sem einn flóknasti og erfiðasti þröskuldurinn í hugsanlegu nýju aðlögunarferli.

Skoðun

Meiri­hluti vill lög­festa rétt til leikskóla­pláss

Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Ísland er áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur með leikskóla eða dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Mörg sveitarfélög hafa ekki tryggt úrræði fyrir börn, og foreldrar, oftast mæður, standa frammi fyrir mánuðum eða jafnvel heilu ári þar sem þau hafa ekki aðgang að vistun.

Skoðun

Lesblinda til rann­sóknar

Guðmundur S. Johnsen skrifar

Þar sem áreiðanlegar rannsóknir liggja fyrir kemur í ljós að um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum einstaklingum upplifir námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum.

Skoðun

Í lok jólanna og upp­hafi nýs árs

Gestur Valgarðsson skrifar

Á þessum tímapunkti í upphafi árs og lokum þess gamla eru fjölmargir foreldrar sem sitja eftir ósátt og uggandi um árið sem er að renna í garð.

Skoðun

Styttum nám lækna

Haraldur F. Gíslason skrifar

Nú ríða um sveitir pólitískir knapar sem vilja bjóða sig fram til að leiða borgar- og sveitastjórnir í landinu. Eitt af því sem nokkrir þeirra leggja til er að stytta nám heimilislækna til að fjölga þeim hraðar og banna þeim með lögum að starfa annars staðar en á heilsugæslustöðvum sveitarfélaga.

Skoðun

Ís­lenskan í andar­slitrunum

Steingrímur Jónsson skrifar

Rasmus Rask hafði rétt fyrir sér: Íslenskan er að deyja út. Að minnsta kosti er íslenskt nútímamál víðs fjarri því sem Snorri Sturluson eða hinir óþekktu höfundar Íslendingasagnanna töluðu fyrir 800 árum.

Skoðun

Opið bréf vegna lang­varandi ein­angrunar

Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar

Ég leyfi mér hér með að beina opnu bréfi til Fangelsismálastofnunar vegna langvarandi einangrunar Anítu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir mikla og ítrekaða gagnrýni, meðal annars frá Amnesty International, situr Aníta enn í einangrun. Upphaflega stóð til að henni yrði sleppt úr einangrun 22. desember, en sú ákvörðun var framlengd um fjórar vikur. Við það mun hún hafa setið í einangrun í samtals um 144 daga. Á sama tíma liggur fyrir að hún hefur ekki verið dæmd í máli sínu og að aðalmeðferð er ekki áætluð fyrr en í febrúar.

Skoðun

Hin­segin­fræðsla er for­varnarað­gerð

Kári Garðarsson skrifar

Forvarnir eru mikilvægar, um þetta erum við flest sammála. Sameiginlegum fjármunum okkar er varið í að efla þær og sérstaklega þá þætti sem vitað er að hafa jákvæð áhrif á líf og lýðheilsu barna og ungmenna.

Skoðun

Fjöl­skyldur í fyrsta sæti í Kópa­vogi

Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ég er alin upp á landsbyggðinni og það sem heillaði mig við Kópavog var að þetta er eins og að búa í litlum bæ í borg. Hér er að finna nálægð við náttúru og samheldið samfélag, en líka fjölbreytt tækifæri, mannlíf og þjónustu sem ekki finnast alls staðar annars staðar á landinu og þóttu alls ekki sjálfsögð þegar ég var að alast upp. Að velja Kópavog sem stað til að búa á og ala upp börn eftir langa dvöl erlendis var því ekki erfið ákvörðun.

Skoðun

Birta í borgar­stjórn – fyrir barna­fjöl­skyldur og út­hverfin

Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar

Í vor eru mikilvægar kosningar um framtíð Reykjavíkurborgar og þann 24. janúar fer fram prófkjör hjá Samfylkingunni. Ég heiti Bjarnveig Birta og býð mig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Ég er 33 ára rekstrarstjóri, þriggja barna móðir úr Grafarvogi og sigraði í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í vetur.

Skoðun

Lofts­lags­mál og fram­tíð ís­lenskrar ferða­þjónustu

Inga Hlín Pálsdóttir og Margrét Wendt skrifa

Ferðamenn leita nú að sjálfbærum valkostum á ferðalögum. Rannsóknir stærstu bókunarfyrirtækja heims, Booking.com og Expedia sýna að yfir 90% ferðamanna leggja áherslu á sjálfbærni við skipulagningu ferða og ekkert bendir til annars en að áherslan á sjálfbærni muni aukast í framtíðinni.

Skoðun

Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna

Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar

Vara kemur til landsins í margvíslegum tilgangi, sem nauðsyn, munaður og allt þar á milli. Flest okkar þekkja í eigin lífi raftæki sem ekki er hægt að laga, föt sem endast skemur en áður og léleg húsgögn.

Skoðun

Stórútgerðin og MSC vottunin: Rang­túlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks

Kjartan Sveinsson skrifar

Nú þegar strandveiðisjómenn eru orðnir langeygir eftir fréttum af fyrirkomulagi næstu vertíðar fer að heyrast kunnuglegt stef. Það byrjar sem kjaftasaga hvísluð á göngum ráðuneyta en endar yfirleitt sem fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV og hljómar þannig: „Smábátaveiðar eru stórhættulegar, ef trillukarlar fá stærri sneið af kökunni missum við MSC vottun og þar með aðgang að mikilvægum mörkuðum.“

Skoðun

Er netsala á­fengis lög­leg?

Einar Ólafsson skrifar

Nú kringum áramótin hafa birst fréttir um að þingmönnum og ráðherrum þyki tími kominn til „að ákveða hvaða fyrirkomulag skuli vera í landinu varðandi áfengissölu,“ eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar orðaði það. „Óvissa ríki bæði hjá rekstraraðilum netverslana áfengis sem og þeim sem sinni eftirliti með þeim.“

Skoðun

Hafnar­fjörður er ekki bið­stofa

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar

Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað.

Skoðun