„Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Senne Lammens hefur heyrt og kann að meta söngva stuðningsmanna Manchester United þar sem honum er líkt við goðsagnakennda markvörðinn Peter Schmeichel, þá kveðst hann vera bara Senne Lammens og að reyna að hjálpa liðinu. Enski boltinn 1.11.2025 12:33
Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, neitaði að tjá sig um hvort samningaviðræður um framlengingu á samningi hans við Liverpool séu enn í gangi. Hann sagðist bara leggja áherslu á að hann einbeitti sér að því að koma liðinu aftur á sigurbraut. Enski boltinn 1.11.2025 11:13
Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Það hefur gengið afar illa hjá Liverpool að undanförnu og fyrrum leikmaður liðsins er á því að liðið sé enn að syrgja fyrrum liðsfélaga sinn, Diogo Jota, sem lést í bílslysi í sumar Enski boltinn 1.11.2025 10:02
Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn 31.10.2025 20:03
Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enska fótboltafélagið Sheffield Wednesday er í greiðslustöðvun en skiptastjórar Wednesday hafa tilkynnt að leikmenn og starfsfólk hafi fengið full laun greidd degi fyrr. Frábært framtak og kaupgleði stuðningsmanna félagsins reddaði málunum. Enski boltinn 31.10.2025 12:33
Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Englandsmeistarar Liverpool galopnuðu veskið svo eftir væri tekið síðasta sumar. Talsverðar breytingar voru á liðinu og sem stendur virðast þær ekki hafa verið til hins betra. Enski boltinn 31.10.2025 07:04
Hetja Englands á EM sleit krossband Michelle Agyemang, framherji enska landsliðsins í fótbolta, sleit krossband í hné í vináttuleik gegn Ástralíu. Agyemang reyndist ein af hetjum Englands þegar liðið fór alla leið á Evrópumótinu síðasta sumar. Enski boltinn 30.10.2025 23:31
Lofar frekari fjárfestingum Jason Wilcox, yfirmaður knattspyrnu mála hjá Manchester United, hefur lofað því að félagið muni halda áfram að fjárfesta í réttum leikmönnum. Framtíðarsýn félagsins var opinberuð og eru frekari styrking hluti af því. Enski boltinn 30.10.2025 22:46
Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Arsenal hefur gengið einstaklega vel að verja mark sitt það sem af er leiktíð og fékk verðskuldað lof í nýjasta þættinum af Fantasýn, þar sem rýnt er í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Enski boltinn 30.10.2025 13:09
Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Manchester United-goðsögnin og knattspyrnusérfræðingurinn Paul Scholes ætlar að minnka við sig í sérfræðingastörfum á næstunni Enski boltinn 30.10.2025 12:32
Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. Enski boltinn 30.10.2025 12:00
Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Það hefur ekki blásið byrlega hjá hinum 18 ára gamla Amara Nallo í fyrstu leikjum hans fyrir aðallið Liverpool. Hann fékk annað tækifæri sitt með liðinu í gærkvöld og var vísað af velli – í annað sinn. Enski boltinn 30.10.2025 11:30
Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vandræði Liverpool versna og stækka með hverjum leik og hverju tapi. Liðið steinlá 3-0 á heimavelli á móti Crystal Palace í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Enski boltinn 30.10.2025 10:30
Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Hinn brasilíski Lucas Paquetá er enn eina orðaður frá West Ham United. Greint var frá því á dögunum að hann ætlaði sér að yfirgefa félagið í janúar. Segja má að Paquetá hafi svarað því slúðri sjálfur með myndbirtingu á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 29.10.2025 23:01
Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Crystal Palace sló Liverpool út úr enska deildarbikarnum með 2-0 útisigri á Anfield. Lærisveinar Oliver Glasner hafa nú unnið tvo leiki í röð á móti Liverpool og ekki tapað í síðustu fjórum. Enski boltinn 29.10.2025 19:16
Arteta fyrstur stjóranna á fætur Stjórarnir í ensku úrvalsdeildinni taka daginn snemma enda í mörg horn að líta í vægast sagt stressandi starfi. Það kemst fátt annað að en fótbolti í lífi þeirra. Enski boltinn 29.10.2025 16:30
Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Tony Pulis, fyrrum knattspyrnustjóri Stoke City og fleiri enskra félaga, elskaði föstu leikatriðin meira en flestir aðrir stjórar á hans tíma. Hann bendir á áberandi þróun „í hans átt“ í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 29.10.2025 12:32
Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Liverpool vann Englandsmeistaratitilinn með sannfærandi hætti á síðustu leiktíð en eftir níu umferðir á þessu tímabili er liðið ekki meðal sex efstu liða. Enski boltinn 29.10.2025 09:31
Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal er með liðið sitt í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og lið uppfullt af stjörnuleikmönnum. Í leikmannahópnum er líka hinn fimmtán ára gamli Max Dowman. Enski boltinn 29.10.2025 07:31
Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Brentford þegar úrvalsdeildarliðið lagði Jason Daða Svanþórsson og félaga í Grimsby Town 5-0 í enska deildarbikarnum. Enski boltinn 28.10.2025 21:40
Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Eru tveir leikmenn stórt vandamál fyrir Liverpool á þessari leiktíð. Einn af sérfræðingum enska boltans er harður á því. Enski boltinn 28.10.2025 12:30
Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Fótboltaleikir í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla hafa verið ein sterkasta hefðin í enska boltanum í gegnum áratugina. Nú verður líklegast breyting á því í ár. Enski boltinn 28.10.2025 08:32
Segir sitt fyrrum lið í krísu Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur, segir sitt fyrrum lið í krísu. Lærisveinar Arne Slot töpuðu 3-2 fyrir Brentford um liðna helgi. Enski boltinn 28.10.2025 07:03
Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Hinn skemmtilegi liður „Fylltu í eyðurnar“ var á sínum stað í Sunnudagsmessunni þegar farið var yfir 9. umferð ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Enski boltinn 27.10.2025 23:15
Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. Enski boltinn 27.10.2025 21:45