Erlent

Út­lit fyrir að hníf­jafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti

Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar.

Erlent

Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa

Bresk stjórnvöld sviptu konu barnabótum eftir að hún bókaði flug til Osló en fór ekki úr landi. Yfirvöld töldu að þar sem konan hafði ekki „komið aftur“ frá Noregi, væri hún þar með flutt úr landi.

Erlent

Fleiri hand­teknir vegna ránsins í Louvre

Lögregla í Frakklandi hefur handtekið fleiri í tengslum við ránið í Louvre-safninu í París fyrr í mánuðinum. Saksóknari segir að fimm til viðbótar hafi verið handteknir til viðbótar við þá tvo sem voru handteknir á laugardag.

Erlent

Hafa játað aðild að ráninu í Louvre

Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn.

Erlent

Fursta­dæmin dæla vopnum og kín­verskum drónum til Súdan

Leyniþjónustur Bandaríkjanna og embættismenn í Evrópu, Líbíu og Egyptalandi segja að ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi aukið hergagnasendingar til vígamanna Rapid support forces (RSF) í Súdan á þessu ári. Kínverskir drónar hafa verið sendir til vígamannanna, auk stórskotaliðsvopna, farartækja, vélbyssa og skotfæra, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent

Bandidos-bifhjólagengið bannað í Dan­mörku

Dómstóll í Danmörku lýsti bifhjólagengið alræmda Bandidos ólöglegt og skipaði fyrir um að það skyldi leyst upp í dag. Mismunandi deildir gengisins myndi eina heild sem sé skipulögð glæpasamtök.

Erlent

Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, opinberaði í morgun að Rússar hefðu gert aðra tilraun með kjarnorkuknúið vopn. Það gerði hann í heimsókn til særðra hermanna á sjúkrahúsi í Moskvu í morgun en umrætt vopn er eins konar tundurskeyti sem á að geta siglt endalaust og borið kjarnorkuvopn að ströndum óvinveittra ríkja.

Erlent

Segja vopna­hléið aftur í gildi eftir miklar á­rásir

Ráðamenn í Ísrael segja vopnahlé aftur í gildi á Gasaströndinni, eftir umfangsmiklar árásir frá því í gær. Að minnsta kosti hundrað Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum Ísraela frá því í gær en þá héldu Ísraelar því fram að Hamas samtökin hafi rofið vopnahléið.

Erlent

Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heims­styrj­aldarinnar

Flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar fannst nýverið á strönd í Ástralíu. Tveir hermenn sem voru á leið á víglínuna í Frakklandi skrifuðu hvor bréf í flöskuna og köstuðu henni í hafið. Rúm hundrað ár liðu þar til flaskan fannst.

Erlent

Ó­dæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýni­legt úr geimnum

Fregnir hafa borist af umfangsmiklum ódæðum eftir að borgin El Fasher í Súdan féll í hendur vígamanna Rapid Support Forces eða RSF. Vígamenn hafa birt myndbönd af sér skjóta óvopnað fólk í massavís og elta uppi, ræna og myrða fólk sem reyndi að flýja borgina við fall hennar. Þá virðast gervihnattamyndir sýna blóðbað í borginni sjálfri og eru blóðpollar sýnilegir á þeim.

Erlent

Þriðju kosningarnar á fjórum árum

Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum.

Erlent

Stærsti felli­bylur í sögu Jamaíka

Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851.

Erlent

Ísraels­her gerir á­rás á Gasa

Ísraelsher hefur skotið þremur flugskeytum í átt að Gasaströndinni í kjölfar skipunar forsætisráðherra Ísraels um að hefja árásir á ný. Ísrael sakar Hamas um að brjóta gegn vopnahlé.

Erlent

Skipar hernum að gera á­rásir á Gasa

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla.

Erlent

Á­frýjar sak­fellingu í þagnargreiðslumálinu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áfrýjaði í gær dómi gegn honum í „þagnargreiðslumálinu“ svokallaða í New York. Hann var í fyrra sakfelldur fyrir að falsa skjöl með því markmiði að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá varð Trump fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að verða sakfelldur í sakamáli.

Erlent

Sakar Evrópu um stríðsæsingu

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu.

Erlent

Musk í sam­keppni við Wikipedia

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opnað nýja síðu sem ætlað er að veita Wikipedia samkeppni. Hinn hægri sinnaði tæknimógúll segir að síðan, sem kallast Grokipedia, eigi að vera slagsíðulaus valkostur gegn Wikipedia og keyrir að miklu leyti á Grok, mállíkani xAI, gervigreindarfyrirtækis Musks.

Erlent

Búast við ham­förum vegna Melissu

Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag.

Erlent

Segja Rússa elta al­menna borgara með drónum

Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls.

Erlent

Játar að hafa myrt Shinzo Abe

Fjörutíu og fimm ára karlmaður, Tetsuya Yamagami, hefur viðurkennt að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, á útifundi árið 2022. Réttarhöld í máli Yamagami hófust í borginni Nara í vesturhluta Japans í morgun.

Erlent